Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1979, Síða 44

Ægir - 01.07.1979, Síða 44
sviðum þjóðlífsins má segja að þetta sé ekki óeðli- legt, meðan aðilar troða ekki beinlínis skóinn hver niður af öðrum. Og það álít ég að heyri til undan- tekninga. Sá sem hrópar hæst um þjóðarhag mælir oft tungum tveim og að mínu mati hefur hug- takið þjóðarhagur svo óljósa og breytilega merk- ingu í hugum þegnanna í dag, að alls konar al- hæfingar í þá veru að efla hann eru oftast út i hött. Af framan sögðu er ljóst að ég álít að þó afstaða sjómanna mótist af einhvers konar hags- munum, stundum í tiltölulega þröngum skilningi, þá séu þeir hagsmunir oftast samrýmanlegir þjóðar- hagsmunum að svo miklu leyti sem þeir liggja ljósir fyrir. Ég gef mér forsendur, að einhverskonar hags- munir ráði í meginatriðum afstöðu sjómanna. Liggur þá ljóst fyrir hvaða viðbrögð verða hjá sjómannastéttinni í heild við tilteknum breytingum sem kynnu á einhvern hátt að verða gerðar á að- stöðu sjómanna? Hér gæti verið um að ræða ein- hverskonar hagræðingu í útgerð eða veiðum. E.t.v. fiskvernd í einhverri mynd o.fl. o.fl. Nei, síður en svo. Mismunandi hagsmunir sjómanna innbyrðis svo og sú staðreynd að þeir hafa mjög ólíkar skoð- anir á hinum ýmsu málum sem sjávarútveg varða, gera það að verkum að afstaða þeirra er mismun- andi. Einfalt dæmi um þetta er rækjusjómaðurinn vestur við ísafjarðardjúp annarsvegar og hinsvegar maðurinn suður með sjó, sem á allt sitt undir þorskveiðum. Þeir eru á öndverðum meiði um fisk- veiðar og fiskverndarmál almennt og skoðanir þeirra fara í fáu saman. Þarna spila auðvitað hags- munir inní en það segir þó ekki alla söguna. Ég hallast að því að oft sé í tilfellum sem þessum um mismunandi mat á sameiginlegum hagsmunum að ræða. Upplýsingamiðlun er e.t.v. ekki nægjan- leg og oft um of hlutdræg af einhverjum ástæðum. Hér má bæta úr. Aukin þekking fiskimanna al- mennt og menntun á atvinnusviði þeirra er ekki nægilega góð, reyndar sáralítil. Hér á ég aðallega við hluta stéttarinnar þ.e. stýrimenn og skip- stjóra. Ég veit ekki hvort þið gerið ykkur ljóst að í Stýrimannaskólanum læra skipstjórnarefni svo til eingöngu þann hátt sjómennsku sem felst í siglingu skipanna. Hitt aðalatriðið, fiskimennskuna og þann viðkvæma þátt, umgengnina við fiskstofnana í víðum skilningi, verður að lærast í skóla reynsl- unnar. Þetta er tafsöm aðferð og býður heim hættu á alls konar misskilningi og fordómum. Ég er sann- færður um að ein árangursríkasta aðferð til að auka hagkvæmni í fiskveiðum okkar væri að gera stór- átak til aukinnar menntunar fiskimanna og auka þar með skilning þeirra og þekkingu á fiskveiðum og öllu sem að þeim lýtur svo sem ástandi fisk' stofna o.fl. Margumtalaðir hagsmunir þurfa ekki endilega að vera fjárhagslegs eðlis. Að vísu held ég að sjo- menn hafi af því sárari og erfiðari reynslu ef tekst ekki að tryggja fjárhagslega afkomu heldur en sumar aðrar stéttir. Þeir finna þá til vanmáttarinS vegna fjarverunnar á sjónum, sem gerir þeim ókleitt að axla byrðarnar ásamt fjölskyldunni þegar þesset e.t.v. mest þörf. En þegar fjárhagslega hliðin er sæmilega tryggð er annar meginþáttur í sjónmáh- Sá þáttur er aðbúnaður skipverjanna um borð og það andlega samfélag sem skipverjinn býr þar við- Þessir þættir eru oft vanmetnir af þeim sem lltl þekkja til. Þarna kemur margt inn í myndma- vistarverur, hreinlætisaðstaða, vinnuaðstaða °8 vinnutilhögun ásamtfleiru. Líkafríin ílandi. Vinnu- tími á sjó er ekki höfuðatriði, en þó verður hann að sjálfsögðu að vera innan vissra marka. Sjómenn eru yfirleitt ósérhlífnir. Skömmu eftir að ég ákvað að gera sjómennsku að ævistarfi og um það bil sem humarveiðar voru að vinna sér fastan sess í sjávarútvegi okkar. las ég eftirfarandi forsíðufyrirsögn í dagblaði- „Sjómenn nenna ekki að slíta humarinn“. ÞesSI setning er greypt í hugann og með hverju árinu sem líður finnst mér hún fáranlegri og fáranlegm Þetta tvennt, þokkalegar tekjur, ásamt góðum aðbúnaði eru grundvallarforsendur þess að skipið se gott atvinnutæki. Áður er varla hægt að tala um aukna hagkvæmni í rekstrinum, a.m.k. er allt slík1 byggt á mjög veikum grunni. Þetta ættu sem fleStir að gera sér ljóst. Stjórnun fiskveiða Stjórnun fiskveiðanna í einhverri mynd hefur farið mjög vaxandi á síðari árum og vex enn- breytilegar reglur um veiðitakmarkanir eða he>nl ildir miðast við veiðisvæði, tegund veiðarfera' stærð eða gerð veiðiskipa, árstíma, löndunarhafmn Og stundum miðast þetta við landshluta eðajafnV fiskiþorp og bæi. Á þessu hafa fiskimenn mjö£ ólíkar skoðanir og byggjast þær sem fyrr á e>n^ hverskonar hagsmunum. Ég er þeirrar skoðunaru ^ stjórnun fiskveiðanna sé nauðsynleg og þurfi JaI vel að vera meiri en nú. Þó er það gagnrýmsV að stundum liggja hvorki fiskifræðileg rök né hag kvæmnisástæður á bakvið. Um þetta eru því m1 424 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.