Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1979, Síða 46

Ægir - 01.07.1979, Síða 46
í stuttu máli, ég vil halda því fram að sú tækni sem gerir okkur kleift að ná þessum góða afla í dag miðað við fjölda sjómanna var þekkt árið 1964 og komin í gagnið hjá fjölda erlendra þjóða. En hjá okkur var hún ekki tekin í notkun fyrr en með komu fyrstu skuttogaranna, sem hófu veiðar snemma árs 1971. Hvað gerðist í raun og veru? Þarna áttu hlut að máli þekktir og reyndir útgerðarmenn, um borð voru annálaðar aflaklær og oft á tíðum verklaginn mannskapur. Þá var engin svört skýrsla og ekki einu sinni grá. Ég held að ástandinu sé nægilega lýst með einu orði, stöðnun. Frá komu nýsköp- unartogara sem keyptir voru skömmu eftir stríð var um sáralitla þróun að ræða fyrr en skuttogarar komu rúmum tveim áratugum síðar. Þessa stöðnun er ekki hægt að skrifa á reikning neins eins aðila, þarna áttu hlut að máli stjórnvöld, útgerðar- aðilar, skipstjórnarmenn og áhafnir skipanna. Þó held ég að meginskýringin liggi í stjórnunarþætt- inum og þeirri staðreynd að togarar bjuggu við ranglátt fiskverð og óeðlilegt styrkjakerfi árum saman. Leiðandi útgerðaraðilar sem sumir hverjir voru fyrrverandi skipstjórnarmenn ornuðu sér við minn- ingar um forna velgengni. Af dugnaði og harð- fylgi ráku þeir skipin en gættu þess ekki að fylgja þróuninni og því fór sem fór. Sök sjómanna lá fyrst og fremst í því að sætta sig við þessa niðurlægingu svo lengi sem raun varð á. Þetta er alvarlegasta dæmið, sem ég man eftir um það að mögulegar hagkvæmnisaðgerðir voru látnar ónotaðar og von- andi draga menn sína lærdóma af því, þannig að slíkt endurtaki sig ekki. Þetta er líka eitt af þeim dæmum sem hægt er að tilgreina þar sem hags- munatogstreita leiddi í ógöngur. Þarna voru heldur ekki fyrir hendi þær grundvallarforsendur sem ég hef áður lýst að verði að vera til að hagkvæmnis- aðgerðum verði við komið. Burtséð frá því er stöðnun eitt af þeim meginatriðum sem ber að varast. Það er alveg sama hve góðum tökum við þykj- umst hafa náð á einhverjum tilteknum veiðiað- ferðum eða öðru sem miðar að aukinni hagkvæmni. Við verðum ævinlega að vera opnir fyrir nýjungum og stundum að kasta fyrir róða því sem áður þóttu viðurkenndar staðreyndir. Þróun í sjávarútvegi er það ör á allan hátt að hvergi er það meira sann- mæli en þar að kyrrstaða er afturför. Nýtingarþátturinn Ég hef lítið rætt nýtingarþáttinn einan og ser- Það nefur margt og mikið verið sagt og af mIS' miklum skilningi og þekkingu á aðstæðum. Með' ferð og þar með gæði afla hafa stórbatnað og munar þar mest um það að fiskkassar voru almennt teknir í notkun í minni skuttogurunum ásamt þNl að þar var farið að blóðga fisk í blóðgunarke’- Þetta olli sem kunnugt er gjörbyltingu á nýtin?11 aflans í verðmiklar pakkningar. Þarna varð líka u111 að ræða hugarfarsbreytingu hjá þeim sjómönn11111 sem að þessu störfuðu. Ég var á togara þegar þessi þróun hófst. Áðnr en ég náði í skuttogarann Barða til Frakklanm fór ég eina veiðiferð með norskum skuttogara 1 að kynna mér útbúnað og vinnuaðferðir þar. Þar voru fiskkassar í notkun og hreifst ég mjög a notkun þeirra og þeirri miklu áherslu sem Norð' menn virtust leggja á að vanda meðferð aflanS- Því miður var ekki hægt að koma við notkun kassa í Barða vegna þess að lestar voru lágar 1 lofts og óreglulegar í lögun. En þegar japönsk11 togararnir voru hannaðir var gert ráð fyrir blóðg unarkerjum og fiskkössum. Ég skal segja ykkur u viðbrögðum sjómanna þar sem ég átti hlut að ma á togaranum Bjarti. Sjálfur var ég sannfsrður um ágæti þessa fyrirkomulags. Um verulega byrjunarörðugleika var að ræða ellis og oft vill verða og menn voru eins og gengur misþolinmóðir, og mislagnir að tileinka ser breyfl fyrirkomulag. Reynslan sýndi að þettajók mönnun1 vinnu, en með bættri vinnuaðstöðu jafnaðist það u ■ Og fljótlega sá áhöfnin þann mikla mismun sej^ varð á gæðum aflans, og sætti sig fyllilega v breytingarnar. Það sem réð úrslitum um að Þes breyting gekk svo hratt fyrir sig í flotanum sf raun ber vitni um var það framtak verðlagsra sjávarútvegsins að verðlauna menn strax fyrir Pel með sérstakri launauppbót, sem mig minnir að 1 þá numið 8%. Þetta hlaut misjafnar undirte fiskkaupenda og þeir virtust ekki allir átta sig a . þeir högnuðust strax á þessu sem aðrir. Hf Pe uppbót hefði ekki komið strax og aðeins reynSfðj verið látin sýna fram á ágæti breytinganna he breytingin tekið miklu lengri tíma en raun var öllum til tjóns. Aukin nýting afla getur þýtt margt. T.d. Þa®,S^ ég nefndi nú síðast, bætta meðferð á því sem a var veitt og nýtt. í öðru lagi að hirða og ^ það sem hefur verið aflað en er nú íleyS1 426 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.