Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1979, Page 70

Ægir - 01.07.1979, Page 70
NÝ FISKISKIP Þorlákur ÁR 5 6. apríl sl. kom skuttogarinn Þorlákur ÁR 5 í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Þorlákshafnar. Skuttogari þessi, sem áður hét Le Verrier, er keyptur notaður frá Frakklandi, en er byggður í Gdynia i Póllandi árið 1975 hjá Skipasmíða- stöðinni Stocznia im Komuny Peryskiej, svonefnd B-416 gerð. Þess má geta að umrœdd stöð hefur byggt 10 skuttogara fyrir íslendinga, en auk þess hafa þrír skuttogarar verið keyptir til landsins notaðir áður, sem byggðir eru hjá umrœddri stöð. Er þetta því 14. skuttogarinn íeigu landsmannafrá ,,Stocznia“ í Gdynia. Þorlákur ÁRer systurskip Birtings NKog Hegra- ness SK, sem keyptir voru notaðir til landsins árið 1977. Allt meginfyrirkomulag, er samvarandi í skipum þessum svo og vélabúnaður og aðalvindur, en frávik í hjálparvindu- og rafeindatœkjabúnaði. Ýmsar breytingar voru gerðar á skipinu í Englandi áður en það kom til landsins, m.a. á fyrirkomu- lagi togþilfars, fyrirkomulagi íbúða, fyrirkomu- lagi og búnaði á vinnuþilfari og í lest, bœtt við tœkjum í brú o.fl. Þorlákur ÁR er i eigu Meitilsins hf. í Þorláks- höfn og kemur þessi skuttogari í stað Brynjólfs ÁR, sem seldur var til Frakklands í ársbyrjun, en auk þess á Meitillinn hf. annan skuttogara fyrir, Jón Vídalín ÁR. Skipstjóri á Þorláki ÁR er Guðmundur Kjalan Jónsson og 1. vélstjóri Óskar Guðmundsson. Framkvœmdastjóri útgerðar er Benedikt Thorarensen. Almenn lýsing: Skipið er tveggja þilfara skuttogari með skut- rennu upp á efra þilfar og er byggt samkvæmt reglum og undir eftirliti Bureau Veritas í flokki I 3/3 E, >í< Fishing Vessel Deep SeaiJiMO. Undir neðra þilfari er skipinu skipt með fimm vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rúm, talið framan frá: Stafnhylki þurrgeymi; hágeymi fyrir brennsluolíu ásamt keðjukassa og asdikklefa; fiskilest með botngeymum fyrir brennsluohm vélarúm með vélgæzluklefa fremst b.b.- megin og brennsluolíugeymum aftast í síðum; ferskvatns- geyma yfir stefnisröri og skutgeyma aftast fyr,r sjókjölfestu. Á fremri hluta neðra þilfars er vinnuþilfaf °£ aftur úr því. b.b.- megin við miðlínu, er gangur aftur að fiskmóttöku. Sitt hvorum megin við gang inn er íbúðarými, en aftan við það eru veiðarfæra geymslur, s.b.- og b.b.-megin, aftast á neðra þilfari. Fiskmóttaka er aftarlega á neðra þilfarl’ fyrir miðju, en þar fyrir aftan er stýrisvélarrum, undir skutrennu. Á miðhluta efra þilfars eru þilfarshús í báðum síðum, en engin hvalbakur er á skipinu. Að framan tengjast þilfarshús þili þvert yfir skipið, sem myndar framhlið yfirbyggingar. Fremst í s.b.- þilfarshúsi er íbúðarými ásamt stigagangi upp í brú og niður a neðra þilfar, en þar fyrir aftan salerniskle ■, stigagangur niður á neðra þilfar, vélarreisn klefi fyrir togvindumótor aftast. Þilfarshús b.b- megin eru í tveimur hlutum: í fremri hluta er klef* fyrir flotvörpuvindumótor og klefi fyrir slökkvikerfi, en í aftari hluta klefi fyrir hífmga^ vindumótor, salernisklefi, stigagangur og aita klefi fyrir togvindumótor. í framhaldi af skutrennu að aftan kemur vörpurenna sem greinist í tN3;r bobbingarennur, sem ná fram að stefni og skera framþil yfirbyggingar. Yfir frambrún skutrennu er bipomastur, en aftast, sitt hvorum megin við skut rennu, eru tveir sjálfstæðir toggálgar. Blakk'r fyrir hífingar eru á afturgafli stýrishúss. , Yfir fremsta hluta þilfarshúsa er brú (stýrishus skipsins. B.b.-megin aftur af brú er talstöðvar klefi, en s.b.-megin aftur af stýrishúsi er skip stjóraklefi. Aftast á þilfarshúsi, b.b.-megin stjórnklefi fyrir vindur. er Mesta lengd ............ Lengd milli lóðlína .... Breidd ................. Dýpt að efra þilfari ... Dýpt að neðra þilfari ... Særými (djúprista 4.45 m) Lestarrými ............. Brennsluolíugeymar .... Ferskvatnsgeymar ....... Sjókjölfestugeymar ..... Ganghraði............... Rúmlestatala ........... Skipaskrárnúmer ........ 45.58 m 39.00 m 10.50 m 6.89 m 4.50 m 913 t m3 m3 m3 356 126 25 30 m3 13.5 hn 415 1529 brl- 450 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.