Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1980, Page 10

Ægir - 01.02.1980, Page 10
Innfjarðarækjan í þessu tbl. Ægis er að finna margvíslegan fróðleik um rækjuveiðar og rækjurannsóknir, einkum þó innfjarðar. Minna má á, að á s.l. ári birtist í Ægi greinaflokkur um djúprækju. Þótt þær veiðar hafi ekki borið þann árangur, sem vænzt var, getum við þó lifað í voninni um betri tíð í því efni, a.m.k. um sinn, þar sem náttúruleg skilyrði hér við land virðast ekki frábrugðin þeim sem er að finna víða annars- staðar við norðanvert Atlantshaf þar sem veiðar djúprækju hafa gefið góða raun. Margt hefur breytzt frá því að rækjuveiðar hér við land hófust fyrst í ísafjarðardjúpi á fjórða áratug þessarar aldar. Tækni við veiðarnar hefur breytzt mjög til hins betra, fleiri veiðislóðir hafa fundizt víða umhverfis landið, þótt án efa séu ekki öll kurl komin til grafar í því efni. Rækjuaflinn hefur stór- aukizt, svo og vinnsla og útflutningur rækjuafurða. Þá hefur aukið kapp verið lagt á vísindalegar rann- sóknir á rækjustofninum og þekking á lífsvenjum og veiðiþoli hans hafa vaxið. Markaðir fyrir íslenzka rækju hafa frá upphafi verið helztir í löndum V.Evrópu, framan af fyrir niðursoðna rækju, en á síðustu áratugum hefur mestur hluti aflans verið frystur. Um alllangt skeið voru Bretland og Norðurlönd helztu kaupendur frystrar rækju og hélzt svo á með- an þessi lönd voru þátttakendur í Fríverzlunarsvæði Evrópu (EFTA). Hinir tiltölulega háu innflutnings- tollar Efnahagsbandalagsins ollu margvíslegum erfiðleikum í viðskiptum við bandalagsríkin. Með inngöngu Bretlands og Danmerkur í Efnahags- bandalagið, þrengdist markaður fyrir rækju í þeim löndum verulega. Eftir að viðskiptasamningur ís- lands við EBE hvað varðar sjávarafurðir tók gildi um mitt ár 1976, hefur rækjuútflutningur til banda- lagsríkjanna hinsvegar vaxið hröðum skrefum, eins og meðfylgjandi tafla um útflutning frystrar rækju ber með sér. Þá er Svíþjóð og mikilvægt markaðs- land í þessu efni. Rækjuútflutningur í lestum (frystur) Lönd 1975 1977 1979 tonn tonn tonn Danmörk 69 138 307 Noregur 84 128 28 Svíþjóð 631 488 439 Bretland 188 389 534 V.Þýskaland 33 163 237 Önnur EBE-lönd 42 63 50 önnur lönd 8 17 44 1055 1386 1639 Gerist áskrifendur að tímaritinu ÆGI ,,ÆGIR" mun nú vera eitt elsta tímarit sem gefiö er út hér á landi, en fyrsta tölublaöið kom út í júlí 1905. Kom ,,ÆGIR“ reglulega út i hverjum mánuði til ársins 1909, en þá varð smáhlé áútgáfunni, þartil í ársbyrjun 1912, en frá þeim tíma hefur „ÆGIR" komið út óslitið og verið gefinn út af Fiskifélagi íslands. Margir af elstu árgöngum ,,ÆGIS“ eru upþseldir fyrir löngu, en fáanleg eru örfá eintök af árgöngunum frá 1919 til 1923 (milli 10 og 20),svo og árinu 1931 (10). Fráárinu 1932 til 1947eru fyrirliggjandi um50eintök af hverjum árgangi, en af yngri árgöngunum eru til um og innan við 100 eintök. Þeir, sem áhuga hafa á að eignast framanskráða árganga ættu að hafa samband við Fiskifélag Islands sem fyrst og munu gamlir áskrifendur tímaritsins ganga fyrir, svo þeim gefist kostur á að fá þá árganga sem þá kann að vanta inní safn sitt. Hver árgangur verður seldur á 2000 kr. FISKIFÉLAG ÍSLANDS 66 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.