Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1980, Page 16

Ægir - 01.02.1980, Page 16
sauð rækjuna áður en hún gekk í valsa hennar. Fór þá fljótlega að ganga vel að vinna hráefnið. Fyrst í stað mættu þessi vélakaup allmikilli and- spyrnu. M.a. kallaði bæjarstjórn hina ýmsu aðila í atvinnugreininni á sinn fund til að ræða þau nýju viðhorf sem skapast kynnu í sambandi við vélvæð- ingu þessa. Óttuðust margir að þetta kallaði á atvinnuleysi, þar sem vélin myndi útrýma hand- pilluninni, sem mikill fjöldi kvenna og unglinga hafði góðar tekjur af. En aðrir töldu gæði vörunnar verða lakari og mundi þetta verða til að spilla mörkuðum erlendis. En flestar þessar spár reyndust hrakspár eins og oft vill verða þegar um nýjungar er að ræða. Þarna var á ferðinni bylting í rækjuiðnaðinum, eins og berlega kom fram á næsta áratug. Að vísu fækkaði starfsfólki í verksmiðjunum margfalt, hinsvegar fóru nú sjómenn að geta selt afla sinn við skipshlið, en höfðu áður einungis fengið greitt fyrir það magn sem pillaðist úr skelinni, sem gat orðið æði misjafnt. Kröfur erlendis frá urðu strang- ari eftir því sem árin liðu hvað snerti gerlamagn í framleiðslunni. En þeim var ávallt erfitt að verjast í handpillaðri rækju. Upp frá þessu fór framleið- endum og bátum sem veiðar stunduðu mjög fjölg- andi. Björgvin Bjarnason reisti verksmiðjuhús á Langeyri við Álftafjörð 1959 og keypti tvær pill- unarvélar, hann réð til sín 7 báta, þar af einn úr Súðavík, en hinir voru frá ísafirði, þar með fjölg- aði bátum um helming í Djúpinu. Rak Björgvin verksmiðju sína í 12 ár af miklum krafti eins og honum gjarnan var lagið við hvað eina sem hann fékkst. Eftir það seldi hann verksmiðjuna Frosta h.f. í Súðavík, sem í dag rekur fyrirtækið, og eru nú 4 bátar í þorpinu sem afla hráefnis. Feðgarnir Ole N. Olsen og Símon Olsen hófu að verka rækju 1959 og reistu hús við Sundahöfn. 1963 vélvæddi Ole N. Olsen verksmiðju sína og ekki leið á löngu áður en hann varð einn af stærstu verk- endunum. Guðmundur Rósmundsson hóf fyrstur manna rækjuveiðar frá Bolungavík og var þá á Fræg, 8 tonna bát. Réri hann einskipa úr Víkinni næstu 10 árin. Aflann keypti og verkaði Einar Guð- finnsson fyrst með handpillun en í kringum 1970 keypti hann tvær pillunarvélar af danskri gerð, Mattiesen. Þær voru fremur afkastalitlar, en skil- uðu rækjufiskinum nokkuð áferðarfallegum úr skelinni. 4 árum síðar festi hann kaup á stórri vél af gerðinni Skarmetta frá Machinery Corporation í Bandaríkjunum, sem nú er orðinn álíka stór fram- leiðandi og The Laitram. Gerðir voru nú út 10 bátar frá Bolungavík til rækjuveiða og sumar ver- tíðir 8, eftir því sem á stóð. Sigurður Sv. Guðmundsson byrjaði að vinna rækju í Hnífsdal 1959 í litlu húsi við hliðina á íbúð- arhúsi sínu og var þar með starfsemi sína til ársins 1972 að hann fluttist í nýtt verkunarhús, sem hann reisti þar. Hjá honum hófst vélpillun 1970. Á s.l- ári festi Sigurður kaup á vél þeirri er Guðmundur og Jóhann fluttu fyrstir inn til landsins, en þeir höfðu hætt rekstri 1964. Hafði vél þessi verið seld til Bíldudals og verið þar í rekstri undanfarin 10 ár. Hyggst Sigurður nota þessa vél á komandi vertíð ásamt þeirri sem fyrir er. Þórður Júlíusson byrjaði vinnslu að Vinaminni á ísafirði 1965 og vélvæddi 1970, hefur hann oftast verið með um 3 báta í viðskiptum. Loks er það Rækjustöðin, sem var stofnuð 1970 í húsi Kaupfélags ísfirðinga í Edinborg af eigendum 7 rækjubáta, ásamt Kaupfélagi ísfirðinga og frarn- kvæmdastjóra Hauki Helgasyni. En víkjum nú aftur að veiðunum. Árið 1960 voru 14 bátar með leyfi, flestir 6-10 tonn að stærð. Mikil þorskgengd var þá í Djúpinu og má til gamans geta þess að haustið 1958 voru veidd um 2000 tonn af þorski í net. Á þessum árum fór tregða að gera vart við sig á rækjumiðunum og kvað svo ramt að þessu að haustið 1961 var svo til engin veiði. Þetta aflaleysi varir í hart nær 4 ár, að vísu dálítið mis' jafnlega. Vildu sumir kenna um mikilli þorskgengd. þar sem vitað er að hann gerir mikinn usla í rækj- unni og hrekur hana inn eftir Djúpinu og inn a firðina. Enda telja sjómenn að þorskurinn éti um* talsvert magn af rækju. Aðrir vildu kenna um of' veiði, sem tæpast getur staðist, þar sem bátum átti síðar meir eftir að fjölga þrefalt, en þrátt fyrir það jókst veiðin. Ekki má í þessu sambandi gleynia að nefna það sem líklegt er að valdi mestu um a hvern hátt og í hve miklu magni fiskur og krabba- dýr hafast við og ganga á hinar ýmsu veiðislóðir. en það er að sjálfsögðu hitaskilyrði sjávar, sem eru afarbreytileg hér við land, yfir skemmri eða lengri tímabil, ásamt veðurfari. Orðið ofveiði sem notað er í tíma og ótíma yfir aflatregðu er oft a tíðum alls óraunhæft, þar sem það er slitið úr sam* hengi við skilyrðin í sjónum. Gangi fiskur dræm1 á mið sökum skilyrða í náttúrunni er að sjálfsögðn hægt að ofveiða það litla magn sem fyrir er, eða kannske frekar að segja ofelta hann því að fiskut flýr frekar undan mörgum veiðarfærum en að hann ofveiðist. í maí 1964 stofnuðu rækjuútgerðarmenn með 72 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.