Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1980, Page 22

Ægir - 01.02.1980, Page 22
í því skyni að vernda smárækju með notkun þeirra, þannig að slöngubarki yrði leiddur frá vélinni í sjóinn og myndi þá verulegur hluti þeirrar rækju sem flokkaðist frá sleppa lifandi í sjóinn aftur. Ekki voru þó sjómenn allir sammála um að rækjan lifði af þessa meðferð í stórum stíl. Hafrannsóknarmenn vísuðu þeirri fullyrðingu á bug og ráku sterkan áróður fyrir notkun þeirra. Voru nú rækjumönnum við ísafjarðardjúp settir þeir kostir að vélvæðast hið fyrsta og voru keyptar vélar á 8 rækjubáta. Þess- ar vélar voru sama og ekkert notaðar nema í fáein- um róðrum. Töldu menn sig missa alltof mikið af nýtanlegri rækju í sjóinn í gegnum þær. Yfirleitt voru þær stilltar á 8 mm og meira, eða sama og í Húnaflóa, en þar sem Djúprækjan er jafnsmærri, gaf þetta mun verri raun. Eins og glöggt kom fram á s.l. ári munu vélarnar hafa verið alltof gróft stilltar. Ári áður en Djúpmenn reyndu vélarnar hafði Friðrik Ólafsson á Helga Magnússyni frá Bíldudal sett flokkunarvél í bátinn. Það fór á sömu lund, þar var hún sett í land eftir vertíðina. Smám saman fór þeim mönnum fjölgandi sem töldu að notkun flokkunarvéla væri ekki réttlætan- leg, sökum þess að rækjan væri í mörgum tilfellum dauð þegar flokkað væri, einnig að alltof mikið af nýtanlegri rækju væri fleygt í gegnum vélarnar í sjóinn aftur. Allmiklar deilur urðu um þetta meðal sjómanna og sýndist sitt hverjum. Samt fór svo á s.l. vori að að tilhlutan Hafrannsóknar bannaði sjávar- útvegsráðuneytið notkun þessara véla. En víkjum nú sögunni að Pétri Jóhannssyni á rækjubátnum Vísi frá Bíldudal. Hann varð mjög óhress yfir þessum bannákvæðum. 1977 hafði hann fengið sér flokkunarvél í bátinn af minni gerð og ári síðar lét hann smíða sér stærri vél í Vélveri h.f. sem er lítið vélaverkstæði á Bíldudal. Var sú vél vökvadrifin með mótor úr olíudrifinni handfæra- vindu og mjög hljóðlát í notkun og skemmtileg. Pétur einsetti sér að nota þessa vél með öðrum hætti en verið hafði til þessa. Minnkaði hann nú bilið á raufunum í 7 mm og einbeitti sér einungis að því að ná mesta smælkinu úr rækjunni, þ.e. þeirri rækju sem til einskis er nýt og einungis rennur í gegnum rækjupillunarvélarnar í landi og niður í gólfræsin. Flokkaði hann alla rækju jafnóðum og hann hreins- aði hana við annan mann og gekk mjög greiðlega. Ekki taldi hann sig tapa neinu verulegu aflamagni gegnum vélina. Hinsvegar varð aflinn allur miklu þokkalegri til vinnslu og rækjan taldist betur en áður. Því hefur venð haldið fram að þar sem flokk- unarvél væri um borð þyrfti 3ja manna áhöfn og hafa t.d. Húnaflóamenn mikið verið þrír á bátun- um. Ekki taldi Pétur það vera nauðsyn hjá sér, þar sem tveir menn önnuðu flokkuninni prýðilega. Á s.l. hausti fengu Húnaflóamenn leyfi til að gera tilraunir með eina flokkunarvél. Skyldi nú stilla vélina mun fínna en áður var gert og einungis losa sig við mesta rækjusmælkið úr aflanum. Var nú vélin stillt á 6-6'á mm og hefur þetta gefist vel. Hverfandi lítið af nýtanlegri rækju glatast og þar með óverulegur hluti úr aflanum, kannske ekki meiri en 1/20 hluti. Er nú í bígerð hjá rækjumönn- um þar nyrðra að fara þess á leit við Hafrannsókn að hún leyfi notkun rækjuflokkunarvéla á ný. Á stórum úthafsrækjuveiðiskipum sem verka afl- ann um borð eru flokkunarvélar notaðar til þess að ná stærstu rækjunni úr aflanum, sem er þá sérpökk- uð og heilfryst. Sú rækja sem rennur niður úr vél- inni er pilluð í rækjuskelflettingarvélum. AÐRAR INNFJARÐAVEIÐAR Vegna þess að upphaf rækjuveiða var hér við Djúp og þar er nú orðin lengst þróunarsaga, hefur að mestu verið fjallað um þær í þessari grein. Mun hér einungis verða gert stutt yfirlit yfir aðrar inn- fjarðarveiðar hér á landi, enda þótt þær eigi sér einn- ig merka þróunarsögu, þar sem margur dugnaður- maðurinn hefur drifið þennan atvinnuveg upp. Arnarfjörður Árið 1938 er talið að rækjuveiðar hefjist í Arnar- firði og eru það þeir Kristján Reinaldsson og Jón Kristmundsson sem áttu heima í Selárdal, sem byrj- uðu á 6 tonna báti, sem þeir áttu og hét Hinrik. 1 fyrstu munu þeir hafa notið leiðsagnar Kristins nokkurs Péturssonar sem hafði kynnst rækjuveið- um á ísafirði, en þar hafði hann verið búsettur. Árangur þeirra félaga mun strax hafa verið nokkuð góður. Sama ár reisti Gisli Jónsson alþingismaður rækjuverksmiðju á Bíldudal til niðursuðu á rækju. Gísli var mikill athafnamaður, m.a. reisti hann þar frystihús og fiskmjölsverksmiðju, einnig rak hann um tíma togaraútgerð, sem átti tvo togara, þá Baldur og Forsetann. Rækjuverksmiðjustjóri var Þorvald- ur Friðfinnsson, sem fórst með Þormóði. í hans stað kom svo Sverrir Matthíasson og síðar varð verk- smiðjustjóri Halldór Helgason, en þá var Matvæla- iðjan h/f orðin eigandi og áttu Ragnar Jakobsson og fleiri það fyrirtæki. Kaupfélag Arnfirðinga keypti svo af Ragnari um 1960 og rak í 10 ár. Þá keypti Birgir Halldórsson og rak verksmiðjuna í 3 ár, eða þar til hún hætti vinnslu á rækju um 1973 78 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.