Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1980, Side 35

Ægir - 01.02.1980, Side 35
einkum að valda mismunandi ^exti- f fyrsta lagi minna fæðu- ramboð þegar stofninn er stór P-e- þá er fleiri munna að fæða. Slíkt getur dregið úr vexti alls stofnsins. í öðru lagi minna fæðu- rarnboð burtséð frá stofnstærð, en getur eftir atvikum dregið Ur vexti alls stofnsins eða ein- stakra árganga hans, þar sem hin- lr ýmsu aldursflokkar kunna að 'era háðir vissri tegund fæðu. Til þess að skoða hver áhrif Srisjun stofnsins hefur á vöxtinn v°ru reiknuð út þriggja vetra C° 8 meðaltöl heildarafla úr Arnar- firði og þau síðan sett út í línurit á móti hkl. fjórða veturinn (eftir hina þrjá), sjá 4. mynd. Hugsunin bak við slíka uppsetningu er, að meðalafli þriggja vetra hafi áhrif á helmingskynþroskalengd (hkl.) veturinn eftir og samsvari því áhrifum grisjunnar á vöxt og/eða kynþroska. Um töluvert sam- hengi virðist vera að ræða sé litið svo á að hkl. gefi vísbendingu um vöxt árgangs sem er 5 ára gamall á þessum 4ða vetri. Sé um mikla fæðusamkeppni að ræða innan árgangsins og/eða árgangs einu ári eldri eða yngri ætti hún að valda minnkandi hkl. þ.e. kross- arnir í 4. mynd ættu að liggja sem mest til vinstri. Þetta er reyndar tilfellið hjá sterku árgöngunum frá 1960 og 1961 og einnig á þetta við um árganginn frá 1959, sjá krossana og punktinn merkta 65, 66 og 67. 1962-árgangurinn virð- ist hins vegar vaxa mun betur, sjá punkt 68. Sterku árgangarnir frá 1969 og 1970 virðast hafa vaxið með mesta móti, sjá krossana 75 og 76. 75. krossinn liggur þó að- eins til vinstri, en hvorki 74 né 77 punktarnir sýna nokkur merki um lélegan vöxt. Stofnstærðin var aftur á móti orðin meiri þegar sterku árgangarnir frá 1973 og 1974 voru að vaxa upp, sjá kross- ana 79 og 80, og þar sjást líka greinileg merki um aukna sam- keppni innan árganganna, þar sem hkl-gildi þessara vetra eru lægri en vænta mátti. Þess má einnig geta að 1975-árgangurinn er með þeim sterkustu er komið hafa upp í firðinum og hefur hann sennilega áhrif á hkl. vetur- inn 1979-80. í stuttu máli virðist vöxturinn fara eftir magni af fæðu á hvern einstakling þ.e. eftir heildarstofnstærð annars vegar og árgangastærð hins vegar. Erf- itt er að meta hvort má sín meira. Eins og áður segir er þetta ekki einskorðað við rækju. Svipaða sögu er t.d. að segja um ýsuna í Barentshafi (Sonia 1969). Hún telur að aðeins mjög miklar sveiflur á meðalhita milli ára hafi áhrif á vöxtinn. Hrygning, eggjaburður og klak Hrognin myndast í eggjastokk- unum í höfuðbol rækjunnar. Þegar þau eru orðin vel þroskuð verða þau dökkgræn og er þá sagt að rækjan sé græn í haus. Við ÆGIR — 91

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.