Ægir - 01.02.1980, Page 37
£ m' "£^ -Wí'f) skyggingu er sýnl hversu háu hlutfall eggjarœkju er á hverjum líma af
')>ij>roska hrygnum eða vissum viðmiðunarlengdum, sjá texta. Hrvgning er talin 100%
vem þeiia hluifall nœr hámarki. Þar sem gögn skortir er dregin brolalínasem liklegt
“tramhald.
Arnarfjöröur Axarfjörður
SenJ nPunktarit og linuril (veldiskúrva) um samband milli skjaldarlengdar ogfrjó-
rœkju, ásami 95% líkindamörkum.
um gegnumstreymismæli, á fyrir-
fram ákveðnum stöðvum (alls 87),
sem dreift er sem jafnast um at-
hugunarsvæðin.
I stuttu máli hafa athuganirnar
leitt eftirfarandi í ljós: Fjöldi
rækjulirfa í rúmmetra er mjög
breytilegur eftir svæðum, innan
svæða og frá ári til árs. Mestur
hefur fjöldinn ávallt verið í ísa-
fjarðardjúpi, sjá 7. mynd. í Arn-
arfirði hefur fjöldinn að jafnaði
verið um 4 sinnum minni en í
Djúpinu, sjá einnig 7. mynd. í því
sambandi má geta þess, að miðað
við flatarmálsstærð hefur Djúpið
að jafnaði verið um það bil helm-
ingi gjöfulla en Arnarfjörður
hvað varðar rækjuafla. Á öðrum
svæðum hefur fjöldi rækjulirfa
verið að jafnaði minni en í Arnar-
firði.
Stærð lirfanna í byrjun júní
hefur verið á bilinu 5 til 10 mm
(heildarlengd). Lirfurnar eru til-
tölulega auðþekktar (í smásjá)
frá öðrum krabbalirfum. Ekki
hefur þó verið hægt að greina
milli lirfa stóra og litla kampa-
lampa, þar sem munurinn er lítill
og nánast enginn á vissu þroska-
stigi. Þetta kemur þó ekki að sök,
þar sem báðar tegundirnar hafa
verið nýttar sem einn stofn.
Stærðarmunurinn á lirfunum
bendir til þess, að hugsanlega sé
eins til tveggja mánaða aldurs-
munur á stærstu og minnstu lirf-
um. Á þeim svæðum, þar sem
lirfuathuganir hafa farið fram, er
merkjanlegur munur á stærð
lirfanna frá einu svæði til ann-
ars og gefur til kynna mismun-
andi klaktíma, sjá 8. mynd. Á
myndinni er hlutfall þriggja
stærðarstiga lirfanna sett upp
hlið við hlið frá þremur svæðum.
Mestur er hlutur smæstu lirfanna
í Arnarfirði. Af þessum þrem
svæðum í Breiðafirði er hlutur
stærstu lirfanna mestur (súlu-
ÆGIR — 93