Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1980, Page 52

Ægir - 01.02.1980, Page 52
Útgerð og aflabrögð Allar aflatölur báta miðast við óslægðan fisk, að undanskildum einstökum tilfellum, og er það þá sér- staklega tekið fram. Aflatölur skuttogaranna eru miðaðar við slægð- an físk, eða aflann í því ástandi sem honum var landað. Þegar afli báta og skuttogara er lagður sam- an, samanber dálkinn þar sem aflinn í hverri verstöð er færður, svo og við samanburð á heildarafla, er öllum afla breitt í óslægðan fisk. Reynt er að hafa aflatölur hvers báts og togara sem nákvæmastar, en það getur verið ýmsum erfíðleikum háð, einkum ef sama skipið hefur landað í fleiri en einni verstöð í mánuðinum. Afli aðkomubáta og togara er talinn með heildar- afla þeirrar verstöðvar sem landað var í. Allar tölur eru bráðabirgðatölur, en stuðst er við endanlegar tölur ársins 1978. SUÐUR- OG SUÐVESTURLAND í desember 1979 I verstöðvum frá Vestmannaeyjum til Stykkis- hólms réru 164 bátar en á sama tíma 1978 141 bátur. Heildarbotnfiskafli bátanna varð 5.246 tonn, en var 1978 3.343 tonn. Sjóferðir bátanna nú urðu 1113, en voru 891 1978. Auk þessa afla seldu 18 bátar af svæðinu 1126 tonn (sl. fiskur) erlendis í mánuðinum. Þá var að auki landað 1054 tonnum af síld á svæðinu og 3 bátar veiddu 191 tonn af hörpuskel í 30 sjóferðum. Aflahæstu línubátarnir voru Þórsnes II SH 109 með 131 tonn í 9 sjóferðum og Jón Finnsson RE 506 með 102 tonn í 2 sjóferðum. Af netabátum voru með mestan afla Pétur Ingi KE 32 með 103 tonn í 3 sjóferðum og Sandfell GK 82 með 82 tonn i 2 sjó- ferðum. Hæstur botnvörpubátanna varð Erlingur RE 65 með 103 tonn í 3 sjóferðum. Veiðarfæraskipting bátanna var þannig: Lína: 108 (87) bátar, sem öfluðu 3262 tonn í 781 sjóferð. Meðalafli í sjóferð 4.2 tonn. Net: 40 bátar (21), sem öfluðu 1531 tonn í 252 sjóferðum. Meðalafli í sjóferð 6.1 tonn. Botnvarpa: 12 bátar (21), sem öfluðu 453 tonn í 37 sjóferðum. Meðalafli ísjóferð 12.2 tonn. Handfæri: 1 bátur (2), sem aflaði 6.0 tonn í 9 sjó- ferðum. 20. des. tók gildi þorskveiðibann á bátaflotann, sem stóð.til áramóta og hættu þá bátarnir róðrum þann tíma. Gæftir voru fremur stirðar en þó betri á vesturhluta svæðisins. í mánuðinum lönduðu 28 (25) skuttogarar 6.552 tonnum (4.673) í 65 (46) löndunum og auk þess seldu 15 (9) togarar erlendis 1.560 tonn (1.080). Af togurunum voru aflahæstir ögri RE 72 með 379 tonn, (löndun innanlands og erlendis) og Snorri Sturluson RE 219, 375 tonn í 2 löndunum innan- lands. Aflinn í hverri verstöð miðað við óslœgðan fisk: 1979 1978 tonn tonn Vestmannaeyjar 870 459 Eyrarbakki 9 2 Þorlákshöfn 917 375 Grindavík 579 153 Hafnir (ársafli) 178 118 Sandgerði 1,392 779 Keflavík 1.463 908 Vogar 60 46 Hafnarfjörður 448 904 Reykjavík 2.796 2.629 Akranes 1.295 761 Rif 324 362 Ólafsvík 827 718 Grundarfjörður 684 229 Stvkkishólmur 134 74 Aflinn í desember Ofreikn. í desember 1978 Samtals afli jan - nóv ... 11.976 260.970 8.517 81 207.396 Heildarbotnfiskafli ársins 272.946 215.832 108 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.