Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1980, Side 61

Ægir - 01.02.1980, Side 61
Afmæliskveðja: Jón Benediktsson, útvegsbónda, Vogum, 75 ára Hinn 23. maí 1979 varð Jón Benediktsson, útvegs- bóndi frá Suðurkoti í Vogum 75 ára. Jón er fæddur ' Vogum 1904. Jón stundaði sjómennsku á yngri árum, bæði á °Pnum skipum og stærri bátum. Hann tók að stunda fiskverkun og útgerð á eigin vegum upp úr 1^30, þar til hann tók við forstjórastarfi hraðfrysti- hússins í Vogum 1942, sem hann átti ásamt fleirum °g gengdi því starfi til 1975. Var rekstur þess jafnan úl fyrirmyndar, enda gætti þar bæði varfærni og fyr- irhyggju, sem oftast hefur reynzt heilladrjúg í at- vinnuvegi sem sjávarútvegi, þar sem sveiflur hafa reynzt tíðar bæði í aflabrögðum og verðlagi sjávar- afurða. Jón hefur starfað mikið að félagsmálum, var odd- viti Vatnsleysuhrepps frá 1938 til 1954, í hrepps- nefnd frá 1938 til 1974. ÞástarfaðiJónmikiðávett- vangi Fiskifélags íslands um langt árabil, bæði í Fiskifélagsdeildinni Dröf-n í Vogum, á fjórðungs- þingum fiskideilda Sunnlendingafjórðungs og sat á Fiskiþingi óslitið frá 1957-1976. Jón Benediktsson er ljúfmenni hið mesta, sann- gjarn og réttsýnn, og þó fastur fyrir er því var að skipta. Komu þessir eiginleikar hans ekki sízt skýrt í ljós á þingfundum, þar sem hann var jafnan reiðu- búinn að bera klæði á vopnin og að flytja tillögur er sætt gátu andstæð sjónarmið. Jón hefur nú að mestu dregið sig í hlé frá önn og erli langrar starfsævi. Þó er hann enn virkur á fjórð- ungssambandsþingum og í Fiskifélaginu og fylgist gjörla með málefnum sjávarútvegsins. Kona Jóns er Helga Þorvaldsdóttir. Fiskifélagið sendir Jóni árnaðaróskir og sam- starfsmenn hans þakka honum ágæta samvinnu. M.El. Rækjan við Island Framhald af bls. 95. ur oftlega sést vaða í sjólokum Ufn hábjartan dag. HEIMILDIR; Ú Rasmussen, B. 1953. On geographical variation in growth and sexual devel- °Pment of the deep prawn (Pandalus borealis). Rep. Norweg. Fish. Mar. ■nvest. 10 (3) 160 s. 2) Sonina, M.A. 1969. Biology of the Arcto-Norwegian haddock during 1927-1965. Trudy PINRO, 26:3-111, 115-124 (Fish.Res.Bd. Canada Transl. Ser., No 1924, 1971). 3) Sund, O. 1930. The renewal of fish population studied by means of measurement of commercial catches. Example: the Arcto-Norwegian cod stock. Rapp.P.-v. Réun. Cons. Int. Explor. Mer. (65): 10-17. 4) Unnur Skúladóttir, Einar Jónsson og Ingvar Hallgrímsson, 1978. Testing for heterogeneity of Pandalur borealis populations at Iceland. ICES Shellfish and Bethos Committee C.M. 1978/K: 27. (Fjölr). 5) Unnur Skúladóttir. 1980. The devi- ation method. A simple method for detecting year-classes of a population of Pandalus borealis from length distributions. Proceedings of the Pandalus Workshop in Kodiak in 1979. ÆGIR — 117

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.