Ægir - 01.11.1983, Qupperneq 12
Dauði Kyrrahafslaxins er mikilvægt atriði fyrir við-
gang laxastofnanna, einkum að því er varðar rauðlax
(red salmon, Oncorhyncus nerka), en seiði þessa fisks
alast upp í stöðuvötnum. Er talið æskilegt að hleypa
nægilegum fjölda af hrygningarlaxi á slík vatnasvæði
til að viðhalda lágmarksmagni af nítrar- og fosfat-
jónum í vatninu (uppruni þeirra eru laxahræin). Á
síðustu árum hefur komið í ljós, að með því að bera
nítrat- og fosfatáburð í slík vötn, hefur verið unnt að
rúmlega þrítugfalda laxagöngur þangað.
c) „Frjósemi“ eða uppeldismáttur tiltekinnar laxár
fyrir sjógönguseiði er fyrst og fremst háð því magni af
jurtanæringarefnum (nítrati, fosfatio.fi. jurtanæring-
arefnum) sem berast í ána úr vatnasvæði hennar. Sé
vatnasvæðið stórt, jarðvegur frjósamur og rotnun líf-
rænna efnasambanda tiltölulega ör vegna hagstæðs
veðurfars, þá berst viðkomandi á mikið magn af
jurtanæringarefnum, og þá framleiðir hún mikið
magn af átu fyrir fisk. Að þessu leyti hafa Bandaríkin
og Kanada margfalt meiri framleiðslugetu fyrir laxa-
seiði en Evrópa, enda hefur mengun útrýmt laxi þar
á stórum landssvæðum. Hin mikla laxagengd í Japan
og á Kyrrahafströnd Sovétríkjanna byggist að mestu
leyti á laxategundunum „chum"1) eða „dog salmon“
{Oncorhyncus keta) og bleiklaxi (Oncorhyncus gor-
buscha), en seiði þessara tegunda hverfa til sjávar,
þegar kviðpokinn er uppurinn, og eru þau þannig
óháð átuástandi árinnar.
2. Hafbeitarrannsóknir og framkvæmdir við Kyrrahaf
Vegna mikilla yfirburða að því er varðar tekjur af
laxaframleiðslu á Kyrrahafssvæðinu samanborið við
Atlantshafssvæðið, er ekki að undra þótt þær þjóðir
sem eiga lönd að Kyrrahafi norðanverðu séu ára-
tugum á undan Atlantshafsþjóðunum um atriði er
varða laxarannsóknir og laxaframleiðslu með hagnýt-
ingu hafbeitar. í þessu yfirliti verður þó aðeins drepið
á örfá atriði í þessu sambandi:
a) Dr. Lauren R. Donaldson, fyrrv. prófessor við
Seattle Háskólann í Bandaríkjunum, hefur tjáð mér
skriflega og munnlega, að núorðið væru endur-
heimtur sjógönguseiða frá eldisstöðvum við Kyrrahaf
undantekningalítið hærri en endurheimtur náttúr-
legra seiða (7). Víðtækar rannsóknir og margra ára
reynsla, ásamt nákvæmni og samviskusemi í starfi,
hefur leitt til þessa árangurs.
') Ég hef lagt til að þessi laxategund verði nefnd blálax á
íslensku; heitið „hundlax" er óviðeigandi, einkum þar sem
um er að ræða ágætan matfisk.
b) Japanir og Sovétmenn hafa meira en tvöfaldað
göngur af blálaxi (schum salmon) með því að koma
fyrir í klakstöðvum fáanlegum hrognum þessarar teg-
undar, í stað þess að leyfa laxinum að hrygna í ánurn-
Kviðpokaseiðin eru síðan alin í nokkurn tíma áður en
þeim er sleppt til sjávar. Líku máli gegnir um bleiklax
(pink salmon) í Alaska. Þar hefur náðst ótrúlega
góður árangur með þessari aðferð, eða um eða yfir
10% endurheimtur bleiklaxa frá seiðum sem alin voru
í nokkrar vikur eftir að kviðpoki var horfinn (18).
c) Til fróðleiks og viðmiðunar mætti og nefna eftir-
farandi tölur, er ég hefi nýlega rekist á í laxatíma-
ritum, og sem gefa nokkra hugmynd um þá miklu og
vaxandi áherslu sem umrædd þjóðlönd við Kyrrahaf
leggja á hafbeit: Kanadamenn hafa hin síðari árfram-
leitt 300 milljónir sjógönguseiða á ári og áætla, að
þessi tala verði um 1.000 milljónir við næstu aldamót.
Pá mætti nefna, að haustið 1981 heimsótti ég laxeldis-
stöð í Alaska, þar sem árlega er komið fyrir um 100
milljónum hrogna í klak; daginn sem ég dvaldist þaf
voru 9 milljónir hrogna settar í klak.
Dr., Donaldson greindi mér frá því, að í klakstöð
er hann heimsótti á eynni Sakhalin, sem nú er undir
yfirráðum Sovétríkjanna, hefði 1.200 milljónum
hrogna af bleiklaxi verið komið fyrir í klak, og að
endurheimtur á þessum stað hefðu verið áætlaðar
2.2% Það svarar til þess að um það bil 44.000 tonn af
laxi myndu skila sér, eða um 300 sinnum meira en sem
nam allri laxveiði íslendinga sumarið 1982, en þá var
hún alls um 150 tonn. Ég las það og í fréttabréfi, að
Sovétmenn áætli að framleiða um 100.000 tonn af haf-
beitarlaxi um næstu aldamót. í fréttabréfi, er mér
barst nýlega, segir að „nærfelt öll laxveiði Japana
byggist í dag á hafbeit“. Ennfremur, að ný eldisstöð
hafi sumarið 1982 sett í klak 1.500 milljónir hrogna,
en það er meira en öll hrognataka Bandaríkjanna og
Kanada vegna hafbeitar.
d) Að einu leyti standa Kyrrahafslöndin betur að
vígi en Atlantshafslöndin um hagnýtingu hafbeitar. 1
Kyrrahafi er allur lax að kalla veiddur í sjó, oftast
nærri árósum eða með ströndum fram, og fá laxveiði-
bátar sérstök leyfi til slíkra veiða. Japanir geta þesS
vegna skipað málum þannig, að opinberir aðilar eða
félagssamtök sjái um söfnun eða kaup á hrognum og
klak á þeim, svo og á seiðaeldi og sleppingu seiða til
sjávar. Laxveiðimenn eru síðan krafðir um vissao
skatt af veiði sinni til að standa straum af kostnaði
vegna klakstöðva og sleppinga. Slík starfsaðferð
myndi torveld í löndunum við Atlantshaf, þar sem lax
er veiddur bæði í sjó og ám. Hún hefur þó komið til
572-ÆGIR