Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1983, Síða 16

Ægir - 01.11.1983, Síða 16
1. Erfðaeiginleikar Ef laxveiði á úthafinu er tiltölulega lítil, er ekki áhorfsmál að ala til hafbeitar laxastofna, sem hafa þann erfðaeiginleika að dveljast samfellt tvö ár eða lengur í sjó áður en þeir snúa „heim“. Er þá rétt að láta umhverfi i eldisstöðvum og náttúrleg skilyrði á hafinu velja úr einstaklinga, sem þrífast vel í eldis- stöðvum og skila sér einnig sem stórir fiskar af hafi, enda er á Islandi um að ræða mikinn og breytilegan efnivið til úrvals (8). Hvert gönguseiði skilar að meðaltali meira magni (þyngd) af hafbeitarlaxi ef um er að ræða 2j a ára lax í sj ó (vænan lax) en ekki smálax. Ennfremur er útflutningsverð pr. kg talsvert hærra á vænum laxi en smálaxi, og þeim mun hærra sem fisk- urinn er stærri. Þannig er t.d. kg-verð í 4-5 kg laxi oft um 25% hærra en á 2-3 kg fiski. Grænlendingar taka í net sín eingöngu lax sem hefur það erfðaeðli að dveljast samfellt tvö ár í hafinu eða lengur, en 1-árs lax gengur þeim úr greipum. Undanfarin ár hafa Grænlendingar hirt sem svarar til allt að 450.000 löxum á ári, m.a. með þeim afleiðing- um, að vænn lax er horfinn úr mörgum ám í Kanada. Sennilegt er, að allmikið af laxi frá Suðvesturlandi gangi á Grænlandsslóðir, og því kann að vera hag- kvæmara fyrir hafbeitarstöðvar á þessu svæði að ala 1 - árs lax eða smálax til sleppinga. Ætti þá að leggja áherslu á að velja stórvaxna 1-árs stofna, en vitað er að 1-árs laxar í sjó geta orðið allt að 12 pund að þyngd. Svo lengi sem úthafsveiðar Færeyinga verða stund- aðar í ámóta mæli og gert hefur verið síðustu fjögur ár (samsvarandi 300.000-450.000 löxum á ári), sýnist útilokað að stofna til hafbeitar á Norðurlandi. Færey- ingar drepa bæði eins og tveggja ára fisþa í sjó (þeir veiða á flotlínu, en Grænlendingar í net), en að vísu tiltölulega meira af 2ja ára fiski, er verður fyrir beitu þeirra tvö ár í röð. Ber að stefna að því, að Færeyja- veiðarnar verði af lagðar. Annars á hafbeit hér á landi naumast nokkra framtíð, með því að langsamlega mestu framleiðslumöguleikar á þessu sviði eru ein- mitt á Norðurlandi, en þar eru hin skaðlegu áhrif Fær- eyjaveiðanna óhóflega mikil. Stöðvun úthafsveiða Færeyinga er þó ein saman ónóg til að tryggja afkomu þessarar atvinnugreinar. 2. Fóðrun og hirðing Frumskilyrði er að tryggja heilnæmt og óskemmt fóður, en reyndustu framleiðslufyrirtækin á þessu sviði munu jafnan hafa á boðstólum óaðfinnanlegt fóður. Þó má sennilega gera enn betur á þessum vett- vangi. En laxafóður er dýrt, og ber að stefna að því, að það verði framleitt hérlendis. Slík framleiðsla var raunar starfrækt hér á landi fyrir nokkrum árum, undir handleiðslu dr. Jónasar Bjarnasonar en henni var hætt, sumpart vegna lítils markaðar og sumpart vegna neikvæðrar afstöðu veiðimálastjóra. Að frátöldum gæðum fóðursins, er það verk- stjórnin og vinnan í eldisstöðinni, sem ræður mestu um það, hvernig til tekst um framleiðslu á kjör-seið- um. Praktísk reynsla verkstjórans og starfsfólks hans, nákvæmni, eftirtekt og dómgreind varðandi þrif seið- anna skipta hér mestu máli. Sérstaklega er mikilvægt, að verkstjórinn sé naskur á að greina einkenni um sjúkdóma eða vanþrif laxaseiða, þannig að unnt sé að leita án tafar til sjúkdóma- eða næringarsérfræðinga. 3. Sjúkdómaeftirlit Enda þótt eldisvatn flestra íslenskra stöðva sé ör- dautt, eða án baktería og smádýra, þá á það við um þessar stöðvar líkt og erlendar eldisstöðvar, að sýklar og sníklar af ýmsu tagi er erfiðasta vandamálið í sambandi við laxeldi. Þó að ekki sé vitað, að íslenskan lax í náttúrlegu umhverfi - í ánum eða haf- inu - hrjái sjúkdómar, þá horfir málið öðruvísi við í eldisstöðvunum, þar sem fiskur er mjög þétt setinn og þar sem hitastig er ekki einvörðungu hagstætt fyrir öran vöxt laxaseiða, heldur einnig fyrir smáverur, sem kunna að valda sjúkdómum. Við slíkar aðstæður er smithætta tiltölulega mikil, og því einsætt að varna því svo sem kostur er frekast á, að sýklar eða sníklar berist í eldisstöðvar. Það er því nauðsynlegt, að traust sérfræðiþjónusta varðandi varnir gegn sjúkdómum, greiningu á þeim og útrýmingu þeirra sé fyrir hendi. Einn fisksjúkdómafræðingur, dr. Sigurður Helga- son, starfar nú hérlendis með rannsóknaraðstöðu á Tilraunastöðinni á Keldum. Sigurður er ágætlega að sér í sinni grein, en hefur ekkert aðstoðarfólk. Þetta er algjörlega ófullnægjandi og útilokað að einn sér- fræðingur geti sinnt þeim margvíslegu vandamálum og fjölmörgu fyrirspurnum, er berast frá íslenskum eldisstöðvum. Enda er Sigurður ofhlaðinn störfurm Þó að íslenskar eldisstöðvar séu smáar, þá eru þær þegar allmargar, og oftsinnis hafa þær orðið fyrir til- finnanlegu tjóni vegna sjúkdóma eða vanþrifa, sem þær ráða ekki við. Hér er allavega um talsvert fjár- hagslegt tjón og vonbrigði að ræða hjá þeim sem sinna laxeldi við erfiðar aðstæður. Fátt myndi, að mínu áliti, reynast mikilvægara fyrir störf þessara braut- ryðjenda íslensks laxeldisiðnaðar en að veruleg auk- inn opinber stuðningur við starfsemi dr. Sigurðar 576 - ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.