Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1983, Qupperneq 23

Ægir - 01.11.1983, Qupperneq 23
°rpið, að við slík skilyrði myndu endurheimtur eldis- seiðanna verða meiri en náttúrlegra seiða. Skýring umræddra yfirburðareiginleika nefndra stöðu- vatna er sú, að í Ólafsfjarðarvatni hvílir rúmlega 2 m þykkt ferskvatnslag á söltu sjávarvatni, og líku máli gegnir um Lón í Kelduhverfi, þó að eðlisástand þess vatns sé talsvert breytilegra eftir árstíðum og árum, sam- kvæmt athugunum undanfarinna 6 ára. Strax og ísa leysir af vötnunum á vorin (stöðuvatnið Lón er raunar sjaldan ísi lagt), tekur salta undirlagið að hitna fyrir svokölluð „gróðurhúsaáhrif" (30), jafnvel þó að loft- hiti sé nálægt frostmarki og hiti ferska yfirborðslags- ins sé ekki nema nokkrar gráður. Hefur hitamis- munur salta og ferska lagsins mælst allt að 10 stigum í Ólafsfjarðarvatni og 5-7 stig í Lóni. Sé sjógöngu- seiðum sem tekin eru að silfrast sleppt í körfur í þessi vötn, sem eru það dj úpar að þær ná niður í salta vatns- lagið, hverfa seiðin fljótlega í þetta volga og salta lag og halda sig þar, nema þegar fóðrað er. Þá koma þau til yfirborðsins, keppa þar um fóðrið, og hverfa að >,máltíðurn“ loknum niður í salta lagið. Við þessar aðstæður vaxa seiðin tiltölulega ört, ef réttilega er fóðrað, haldast silfruð og þess búin að hverfa til sJávar, strax og þau fá til þess ferðafrelsi. Ekki getur leikið á því efi, að sleppiaðstaða í Ólafsfjarðarvatni °g Lóni er miklum mun hagstæðari en í ferskvatns- sleppistöðum, hvar svo sem er á landinu, burtséð frá því hvort um er að ræða hagstætt veðurfar eða ekki. Því leyfi ég mér að spá því, að verði um umtalsverðan hafbeitariðnað á Norðurlandi að ræða, þá muni flest öllum sjógönguseiðum af Norðurlandssvæðinu sleppt 1 eldiskörfur í Ólafsfjarðarvatni eða Lóni. Þannig tel ég, að spurningunni um hagstæða sleppistaði á Norðurlandi hafi þegar verið svarað, og að aðstæður nyrðra að þessu leyti séu stórum hagkvæmari en nokkurn gat órað fyrir að órannsökuðu máli. h) Sleppiaðstaða á Suður- og Suðvesturlandi. Ekki er vitað, að við suður- eða suðvesturstrendur landsins fyrirfinnist stöðuvötn með ámóta eðliseigin- leikum og Ólafsfjarðarvatn og Lón. Þó er hugsanlegt, að við einstaka árósa mætti með uppgreftri skapa smálón, þar sem ferskt vatn flýtur á söltu undirlagi. I^eð þessum hætti myndi þó tæplega unnt að skapa sleppiaðstöðu fyrir mikið magn gönguseiða. En að sjálfsögðu er ekkert því til fyrirstöðu að sleppa sjó- gönguseiðum í ferskvatn sunnan- og suðvestanlands, enda gætir þar aldrei hafíss og þar eru vor- og sumar- kuldar aldrei eins miklir og á Norðurlandi. Hins vegar virðist sem tiltölulega lítið muni um hagstæða sleppi- aðstöðu sunnan- og suðvestanlands. Veldur þar um í fyrsta lagi, að það myndi vandkvæðum bundið að hagnýta ár, þar sem veruleg laxveiði er þegar fyrir. í þessu sambandi má t.d. segja, að öll vatnasvæði Hvít- ár í Borgarfirði og Ölfusár séu útilokuð. Því hefur verið reynt að skapa sleppiaðstöðu við litlar ár eða læki sem falla um stöðuvötn eða tilbúin lón, eins og t.d. í Kollafirði og Lárós á Snæfellsnesi. En í þurrka- köflum getur vatnsrennsli til sjávar við slíkar aðstæður orðið svo lítið, að lax gengur treglega úr sjó, en lónar í torfum úti fyrir ósunum. Geta þá selir gert usla í slíkum torfum, hrakið þær burt og hrætt þær frá að snúa aftur. Því mun mikils virði að hafa umtalsvert vatnsmagn er streymir til sjávar á sleppistöðunum, t.d. um helming meðalrennslis Elliðaánna. Álitleg- asta sleppiaðstaða, sem sköpuð hefur verið við Suð- vesturland, er ef til vill við mynni Hvolsár, Saurbæ í Dölum, enda hefur þar verið varið talsverðu fé til mannvirkjagerðar við árósinn. Allmiklu fjármagni hefur verið varið til að skapa sleppi- og móttökuaðstöðu fyrir hafbeitarlax við eldisstöð Pólarlax h/f við Straumsvík og við tilrauna- stöð Fjárfestingarfélagsins í Vogum á Vatnsleysu- strönd. En árangurinn af þessari viðleitni er enn sem komið er ekki eins góður og hann þarf að vera. Skal hér ekki leitt að því getum hvað veldur, en lítið magn af fersku vatni og breytilegt efnamagn vatnsins (breytileg ,,lykt“) á sleppistað - en um hann fer af- rennsli viðkomandi eldisstöðvar - gæti m.a. átt þátt í lélegum árangri. Selir eru og til óþurftar á þessum stöðum. Vel má vera, að bót verði ráðin á þessum vandamálum, a.m.k. við Straumsvík, en almennt má segja, að hagstæðar lausnir á sleppi- og móttöku- aðstæðum fyrir hafbeit á Suður- og Suðvesturlandi liggi enn ekki fyrir. 3. Fyrsta flokks og ódýr sjógönguseiði eru nauðsynlegur hlekkur í framleiðslukeðjunni a) Bœtt klakaðferð. Að því er ég best veit, eru laxahrogn ekki lengur látin klekjast út í opnum klakbökkum í eldisstöðvum í Japan, Sovétríkjunum, Kanada, Bandaríkjunum og Bretlandseyjum. Um hrognin er þannig búið, að þau hreyfast ekki þótt um þau streymi vatn, og er hér „hermt eftir“ náttúrunni, þar sem hrogn klekjast út í ármöl. Þessu takmarki má ná með ýmsum hætti, t.d. með því að koma hrognunum fyrir í litlum hólfum í plastgrind sem felld er í klakbakka, eins og lýst er í til- raun sem Guðmundur Á. Bang gerði í eldisstöðinni ÆGIR-583
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.