Ægir - 01.11.1983, Page 26
Ingimar Jóhannsson:
Um tilraunir með humareldi í Noregi
Tiedermann Samsteypan hóf tilraunir með humar-
eldi vorið 1978, en tilraunir þessar byggðu á til-
raunum og hugmyndum prófessors J.G. Balchen.
Lítilli tilraunastöð var komið upp í Þrándheimsfirði.
í stuttu máli þá gengu tilraunirnar út á að taka humar-
hrogn, klekja þeim, og ala í hólfum á landi um 1 árs
skeið.
Eftir umfangsmiklar og vel heppnaðar tilraunir
með klak og eldi á humri, var byggð stærri eldisstöð
við Holla verksmiðjurnar á Kyrksæterpra. Stöðin var
tilbúin sumarið 1982. Þegar staðsetning var ákveðin,
var fyrst og fremst haft í huga, að hægt væri að fá heitt
vatn frá Holla verksmiðjunum þar sem klak og eldi
fer fram í upphituðum sjó.
Klak og eldi í stórum stíl
Stærð klakstöðvarinnar var við það miðuð að geta
framleitt 120 þús. 1 árs humra, en þó hægt að stækka
Humar ((homarus vulgaris)
586-ÆGIR
stöðina og framleiða 400 þús. 1 árs humra. Klakið
hefur gengið mjög vel og lítil afföll hafa orðið á
lirfum. Lirfurnar eru sviflægar í 2 vikur og eru þa
fóðraðar á lifandi saltrækjulirfum (artemia) sem
einnig er klakið út í klakstöðinni.
Sérhólf fyrir hvern einstakan humar
Eitt mesta vandamálið við humareldi er „kannibal-
isme“ þ.e.a.s. þeir éta hver annan, einkum þegar
skelskipti fara fram. Eftir lirfustigið verður eldis-
humarinn því hver og einn að vera í sérhólfi. Til að
tryggja rétta fóðrun, þannig að rétt fóðurmagn fari •
hvert hólf, var þróuð sjálfvirk tölvustýrð fóðurvél,
sem skammtar æskilegt fóðurmagn í hvert hólf. Þá er
unnið að því að flokkun og hreinsun hólfanna geh
orðið sjálfvirk. Ljóst er að þessi framleiðsla getur
ekki orðið arðbær nema hægt sé að beit sjálfvirkni a
öllum stigum framleiðslunnar. Að þessu er unnið a
vegum Tiedermann fyrirtækisins.
Tilraunastöð Tiedermann Samsteypunnar við Kyrksœter0ra■