Ægir - 01.11.1983, Page 34
Hjálmar Vilhjálmsson, Vilhelmína
Vilhelmsdóttir og Svend-Aage Malmberg:
Fjöldi og útbreiðsla fiskseiða
í ágúst 1983
Hin árlega könnun á fjölda og útbreiðslu fiskseiða
við Island, Austur-Grænland og í Grænlandshafi var
gerð á rannsóknaskipunum Hafþóri 18/8-26/8, Árna
Friðrikssyni 4/8-31/8 og Bjarna Sæmundssyni 15/8-
31/8. Þessum athugunum er einkum ætlað að gefa
fyrstu vísbendingu um árgangsstærð þorsks, ýsu,
loðnu og karfa auk þess sem jafnhliða fást vitanlega
upplýsingar um ýmsar aðrar fisktegundir.
Aðferðir við öflun gagna og úrvinnsla voru með
venjulegu sniði. Á hinum íslenska hluta svæðisins
voru gerðar hefðbundnar sjórannsóknir á fyrirfram
ákveðnum stöðum, en annars staðar aðeins mældur
sjávarhiti. Vestanlands og norðan var könnuð
útbreiðsla og magn dýrasvifs.
í ofangreindum leiðöngrum voru ennfremur gerðar
eftirtaldar athuganir:
Um borð í r/s Hafþóri voru merktir rúmlega 2 þús.
þorskar við Austur-Grænland og safnað allmiklum
gögnum til aldursgreiningar á þorski o.fl. Þá var
kannað magn og útbreiðsla smákarfa við Austur-
Grænland, en þar eru sem kunnugt er ein helstu upp'
eldismið karfans. Virðist minna um hann en oft áður.
1. mynd. Leiðarlínur og stöðvar, ágústl983.
594-ÆGIR