Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1983, Page 34

Ægir - 01.11.1983, Page 34
Hjálmar Vilhjálmsson, Vilhelmína Vilhelmsdóttir og Svend-Aage Malmberg: Fjöldi og útbreiðsla fiskseiða í ágúst 1983 Hin árlega könnun á fjölda og útbreiðslu fiskseiða við Island, Austur-Grænland og í Grænlandshafi var gerð á rannsóknaskipunum Hafþóri 18/8-26/8, Árna Friðrikssyni 4/8-31/8 og Bjarna Sæmundssyni 15/8- 31/8. Þessum athugunum er einkum ætlað að gefa fyrstu vísbendingu um árgangsstærð þorsks, ýsu, loðnu og karfa auk þess sem jafnhliða fást vitanlega upplýsingar um ýmsar aðrar fisktegundir. Aðferðir við öflun gagna og úrvinnsla voru með venjulegu sniði. Á hinum íslenska hluta svæðisins voru gerðar hefðbundnar sjórannsóknir á fyrirfram ákveðnum stöðum, en annars staðar aðeins mældur sjávarhiti. Vestanlands og norðan var könnuð útbreiðsla og magn dýrasvifs. í ofangreindum leiðöngrum voru ennfremur gerðar eftirtaldar athuganir: Um borð í r/s Hafþóri voru merktir rúmlega 2 þús. þorskar við Austur-Grænland og safnað allmiklum gögnum til aldursgreiningar á þorski o.fl. Þá var kannað magn og útbreiðsla smákarfa við Austur- Grænland, en þar eru sem kunnugt er ein helstu upp' eldismið karfans. Virðist minna um hann en oft áður. 1. mynd. Leiðarlínur og stöðvar, ágústl983. 594-ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.