Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1983, Page 37

Ægir - 01.11.1983, Page 37
þeirra ört er út kom frá ströndinni. Mest var af loðnu- seiðum utan annesja á svæði sem náði frá Kögri austur undir Langanes og náði þetta svæði sums staðar út undir landgrunnsbrúnina. Að þessu sinni hafði óvenju lítið af fiskseiðum rekið vestur og yfir Dohrnbanka í átt til Grænlands. V ar mj ög lítið um loðnuseiði á þeim slóðum og þorsk- °g ýsuseiða nánast ekki vart. Mjög lítið var um karfa- seiði í Grænlandshafi og á grænlenska landgrunninu °g dreifing þeirra um margt óvenjuleg. Að undan- skilinni grálúðunni var seiðafjöldi flestra tegunda til- tölulega lítill í ár. Eins og fram kom í hliðstæðri skýrslu f fyrra (Ægir 10. tbl. 1982) náðist ekki nauðsynlegur samanburður á veiðni Árna Friðrikssonar við Bjarna Sæmundsson, sem þá var notaður til þessara athugana á hinum íslenska hluta svæðisins í fyrsta skipti um alllanga hn'ð. Úr þessu hefur verið bætt og fékkst góður samanburður á veiðni skipanna bæði að því er varðar þorsk- og ýsuseiði annars vegar og loðnuseiði hins Vegar. Veiddu þau ákaflega svipað og eru niðurstöður sýndar á 6. mynd. Þorskur Útbreiðsla og dreifing þorskseiða eru sýnd á 7. mynd og fjöldinn í 1. töflu. 1. tafla. Fjöldi þorskseiða í ágúst 1983. A-Grænland ísland Dohrnbanki SA SV V N A Samtals + - + 84.6 65.8 2.2 152.6 Enda þótt heildarfjöldinn sé með minna móti fund- ust þorskseiði allvíða og var stærð útbreiðslusvæðis- ins með eðlilegum hætti. Með tilliti til stærðar- dreifingar seiðanna verður að telja ásigkomulag þeirra gott (8. mynd). Þegar á heildina er litið og með hliðsjón af fyrri reynslu sýnist því líklegast að 1983 árgangurinn muni koma til með að reynast í slöku meðallagi. Ýsa Útbreiðsla og dreifing ýsuseiða er sýnd á 9. mynd og fjöldinn í 2. töflu. 4. n‘ynd. Sjávarhiti á 100 m dýpi, ágúst 1983. ÆGIR-597

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.