Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1983, Side 43

Ægir - 01.11.1983, Side 43
fékkst þó 1 seiði af snarpa langhala og annað á svip- uðum slóðum (um 63° n.br. og 34° v.l.) í ár á 40 m dýpi. Það var fátt um spœrling og umtalsverður fjöldi fékkst aðeins í Faxaflóa og á Breiðafirði. Meðal- lengdin var 44.9 mm. Kolmunni á fyrsta og öðru ári fékkst bæði í seiða- og botnvörpu. Þessir árgangar fengust í seiðavörpu við landgrunnsbrúnina vestur af landinu og á einni stöð í SV hluta Grænlandshafs. Þá var allmikið af árs- gömlum kolmunna úti af Suðurlandi. Kolmunninn skiptist í tvo vel aðskilda lengdarflokka: 85 til 90 mm (meðallengd 88.8 mm) og 140 til 170 mm (meðallengd 153.3 mm). Við Austur-Grænland fékkst hins vegar kolmunni í botnvörpu á nokkrum stöðum frá Fylkis- miðum og norður eftir. Þar var lengdardreifingin frá 80-105 mm og meðallengd 85.8 mm. Smár kolmunni hefur að jafnaði fengist við Austur-Grænland og í Grænlandshafi í seiðaleiðöngrunum. Hins vegarhafa kolmunnaseiði ekki áður veiðst þar í botnvörpu svo vitað sé. Heimildir. Anon., 1983: Report on joint Soviet-Icelandic investigat- ions on hydro-biological conditions in the Norwegian Sea and Icelandic waters in May-June 1983. ICES, C.M. 1983/ H:63. Hjálmar Vilhjálmsson og Eyjólfur Friðgeirsson, 1976: Á review of O-group surveys in the Iceland-East Greenland area in the years 1970-1975. Coop. Res. Rep. 54 ICES. Hjálmar Vilhjálmsson og Vilhelmína Vilhelmsdóttir, 1982: Fjöldi og útbreiðsla fiskseiða í ágúst 1981. Ægir 74, 2. tbl. 1982. Hjálmar Vilhjálmsson og Vilhelmína Vilhjálmsdóttir, 1982: Fjöldi og útbreiðsla fiskseiða í ágúst 1982. Ægir75,10. tbl. 1982. Magnússon, J.V., 1981: Indentification oíSebastesmarin- us, S. viviparus in O-group redfish. Rapp. P.-v.Réun. cons. int. Explor. Mer, 178: 571-574. Vilhjálmsson, H. and Magnússon, J.V., 1982: Report on the O-group fish survey in Icelandic and East Greenland waters, August 1982. ICES, C.M. 1982/H:63. Vilhjálmsson, H. and Magnússon, J.V., 1983: Report on the O-group fish survey in Icelandic and East Greenland waters, August 1983. ICES, C.M. 1983/H:38. Um.aðstöðu til laxahafbeitar * á Islandi Framhald af hls. 585. (31) Unnstein Stefánsson og Björn Jóhannesson 1982. Nýpslón í Vopnafirði - eðliseiginleikar og efnabúskapur. Tímarit Verkfr.fél. íslands, 6717-30. (32) Þór Guðjónsson 1973. Eldi og endurheimtur á laxi í laxeldisstöðinni í Kollafirði. Árbók félags áhugamanna um fiskrækt 1969-1973, 5-14. Verð á síld til beitu Beitunefnd hefur ákveðið nýtt verð á beitusíld, frystri á haus- tvertíð 1983 þannig: Óflokkuð síld fryst upp til hópa pr. kg.kr. 9.90. Verðið miðast við að beitan sé fryst í öskjum og afhent á bíl eða við skipshlið. Verðið gildir til ársloka 1983, eða þar til annað verður ákveð- ið. Tilkynning um heimild til að bæta geymslukostnaði og vax- takostnaði við ofangreint beituverð verður send út síðar. Reykjavík31. okt. 1983 Beitunefnd Olin Neyðarbyssur Viðurkenndar af Siglingamálastofnun Hagstætt verð Friðrik A. Jónsson h.f. Skipholti 7, Reykjavik, Símar 14135 — 14340. ÆGIR-603

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.