Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1983, Page 46

Ægir - 01.11.1983, Page 46
Keila: í keilu er mikill hringormur en hún hefur lítið verið fryst, þannig að fjöldi orma í henni er óljós. Lúða: I lúðu fer hringormur vaxandi og í prufum frá þessu ári kemur í ljós að í henni eru tæplega tveir ormar í kg. af flaki. Karfi: I karfa hefur undanfarið orðið vart við hringorma en ekki það mikið að það þyki ástæða til að skrá fjölda þeirra. Ýsa: Flestir halda sjálfsagt að í ýsu sé enginn hring- ormur, en því miður er það ekki svo. Undanfarnar vertíðir hefur orðið vart við hringorma í ýsu en ekki það mikið að ástæða hafi þótt til að telja þá. Þessi greinargerð segir frá því í grófum dráttum, hvernig aukning á hringormi hefur verið í fiski sem er veiddur á fengsælustu fiskimiðum hér við land. Við lestur þessarar greinar sést að botnfiskar eru sjúkir af hringormi. Hér hefur aðeins verið getið þess orms sem finnst í holdi fisksins en þar að auki er mikill hringormur í lifrinni. Er full ástæða til þess að athuga nánar hvort þetta er ekki ein ástæðan fyrir hægari vexti fiska því þessi sjúkdómur hlýtur að draga eitt- hvað úr þroska þeirra fiska sem fá í sig mikinn orm strax á fyrstu árum æviskeiðsins. Ef litið er til framtíðar fiskveiða og fiskvinnslu á öllum tegundum botnfisks, þá verður að taka á þessu máli af fullri alvöru, því hvers virði verður þessi mikla auðlind þjóðarinnar í framtíðinni ef hún reynist svo sýkt af hringormum að ekki verður mögulegt að fram- leiða gallalausa vöru úr íslenskum botnfiski og vinnulaunakostnaður við að tína hringorma úr fiski verður kominn langt upp fyrir það sem fiskvinnslan þolir. FISKVERÐ Síld til bræðslu Nr. 18/1983 Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á síld og síldarúrgangi til bræðslu frá byrjun síldarvertíðar haustið 1983 til 31. janúar 1984: kr. a) Þegar selt er frá fiskvinnslustöðvum til fiski- mjölsverksmiðja: Síld, hvert tonn ............................ 1.390.00 Síldarúrgangur, er reiknast 25 kg á hverja uppsaltaða tunnu af hausskorinni og slóg- dreginni síld, hvert tonn ..................... 900.00 b) Þegar síld undir 25 cm er seld til fiskvinnslu- stöðva eða síld er seld beint frá fiskiskipi til fiskimjölsverksmiðja, hvert tonn ............ 1.000.00 Verðið er miðað við síldina og síldarúrgang- inn kominn í verksmiðjuþró. Fiskbein og fískslóg Ennfremur hefur Verðlagsráð sjávarútvegsins ákveðið eftir- farandi lágmarksverð á fiskbeinum, fiskslógi og heilum fiski til mjölvinnslu svo og á lifur frá 1. október 1983 til 31. janúar 1983: a) Þegar selt er frá fiskvinnslustöðvum til fiski- mjölsverksmiðja: kr. Fiskbein og heill fiskur, sem ekki er sérstak- lega verðlagur, hvert tonn .................... 460.00 Karfa- og grálúðubein og heill karfi og grá- lúða, hvert tonn .............................. 715.00 Steinbítsbein og heill steinbítur, hvert tonn . 300.00 Fiskslóg, hvert tonn .......................... 200.00 b) Þegar heill fiskur er seldur beint frá skipum til fiskimj ölsverksmiðj a: Fiskur, sem ekki er sérstaklega verðlagður, hvert tonn .................................... 330.90 Karfi og grálúða, hvert tonn .................. 514.40 Steinbítur, hvert tonn ........................ 215.80 Verðið er miðað við, að seljendur skili framangreindu hráefni í verksmiðjuþró. Karfa- og grálúðubeinum skal haldið aðskildum. Lifur bræðsluhæf, seld frá veiðiskipi til lifrarbræðslu: kr. 1) Lifur, sem landað er á höfnum frá Akranesi austur um til Hornafjarðar, hvert tonn .... 2.300.00 2) Lifur, sem landað er á öðrum höfnum, hverttonn .............................. 1.800.00 Verðið er miðað við lifrina komna á flutnignstæki við hlið veiðiskips. Reykjavík 7. október 1983. Verðlagsráð sjávarútvegsins. 606-ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.