Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1983, Qupperneq 46

Ægir - 01.11.1983, Qupperneq 46
Keila: í keilu er mikill hringormur en hún hefur lítið verið fryst, þannig að fjöldi orma í henni er óljós. Lúða: I lúðu fer hringormur vaxandi og í prufum frá þessu ári kemur í ljós að í henni eru tæplega tveir ormar í kg. af flaki. Karfi: I karfa hefur undanfarið orðið vart við hringorma en ekki það mikið að það þyki ástæða til að skrá fjölda þeirra. Ýsa: Flestir halda sjálfsagt að í ýsu sé enginn hring- ormur, en því miður er það ekki svo. Undanfarnar vertíðir hefur orðið vart við hringorma í ýsu en ekki það mikið að ástæða hafi þótt til að telja þá. Þessi greinargerð segir frá því í grófum dráttum, hvernig aukning á hringormi hefur verið í fiski sem er veiddur á fengsælustu fiskimiðum hér við land. Við lestur þessarar greinar sést að botnfiskar eru sjúkir af hringormi. Hér hefur aðeins verið getið þess orms sem finnst í holdi fisksins en þar að auki er mikill hringormur í lifrinni. Er full ástæða til þess að athuga nánar hvort þetta er ekki ein ástæðan fyrir hægari vexti fiska því þessi sjúkdómur hlýtur að draga eitt- hvað úr þroska þeirra fiska sem fá í sig mikinn orm strax á fyrstu árum æviskeiðsins. Ef litið er til framtíðar fiskveiða og fiskvinnslu á öllum tegundum botnfisks, þá verður að taka á þessu máli af fullri alvöru, því hvers virði verður þessi mikla auðlind þjóðarinnar í framtíðinni ef hún reynist svo sýkt af hringormum að ekki verður mögulegt að fram- leiða gallalausa vöru úr íslenskum botnfiski og vinnulaunakostnaður við að tína hringorma úr fiski verður kominn langt upp fyrir það sem fiskvinnslan þolir. FISKVERÐ Síld til bræðslu Nr. 18/1983 Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á síld og síldarúrgangi til bræðslu frá byrjun síldarvertíðar haustið 1983 til 31. janúar 1984: kr. a) Þegar selt er frá fiskvinnslustöðvum til fiski- mjölsverksmiðja: Síld, hvert tonn ............................ 1.390.00 Síldarúrgangur, er reiknast 25 kg á hverja uppsaltaða tunnu af hausskorinni og slóg- dreginni síld, hvert tonn ..................... 900.00 b) Þegar síld undir 25 cm er seld til fiskvinnslu- stöðva eða síld er seld beint frá fiskiskipi til fiskimjölsverksmiðja, hvert tonn ............ 1.000.00 Verðið er miðað við síldina og síldarúrgang- inn kominn í verksmiðjuþró. Fiskbein og fískslóg Ennfremur hefur Verðlagsráð sjávarútvegsins ákveðið eftir- farandi lágmarksverð á fiskbeinum, fiskslógi og heilum fiski til mjölvinnslu svo og á lifur frá 1. október 1983 til 31. janúar 1983: a) Þegar selt er frá fiskvinnslustöðvum til fiski- mjölsverksmiðja: kr. Fiskbein og heill fiskur, sem ekki er sérstak- lega verðlagur, hvert tonn .................... 460.00 Karfa- og grálúðubein og heill karfi og grá- lúða, hvert tonn .............................. 715.00 Steinbítsbein og heill steinbítur, hvert tonn . 300.00 Fiskslóg, hvert tonn .......................... 200.00 b) Þegar heill fiskur er seldur beint frá skipum til fiskimj ölsverksmiðj a: Fiskur, sem ekki er sérstaklega verðlagður, hvert tonn .................................... 330.90 Karfi og grálúða, hvert tonn .................. 514.40 Steinbítur, hvert tonn ........................ 215.80 Verðið er miðað við, að seljendur skili framangreindu hráefni í verksmiðjuþró. Karfa- og grálúðubeinum skal haldið aðskildum. Lifur bræðsluhæf, seld frá veiðiskipi til lifrarbræðslu: kr. 1) Lifur, sem landað er á höfnum frá Akranesi austur um til Hornafjarðar, hvert tonn .... 2.300.00 2) Lifur, sem landað er á öðrum höfnum, hverttonn .............................. 1.800.00 Verðið er miðað við lifrina komna á flutnignstæki við hlið veiðiskips. Reykjavík 7. október 1983. Verðlagsráð sjávarútvegsins. 606-ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.