Ægir - 01.02.1991, Qupperneq 10
62
ÆGIR
2/91
þingi frumvarp að nýjum lögum
fyrir Fiskifélag íslands og endan-
lega samþykkt á aukaþingi 1972.
Með nýju lögunum var félaginu
skipt í tvær deildir, A- og B-deild.
í A-deild voru fjórðungssambönd
og fiskideiIdir sem áður voru
stofndeildir félagsins, en nú bætt-
ist við B-deild og skipuðu hana
eftirtalin samtök í sjávarútvegi sem
tekin voru inn í félagið: Landsam-
band ísl. útvegsmanna, Félag ísl.
botnvörpuskipaeigenda, Sjómanna
samband íslands, Farmanna- og
fiskimannasamband íslands, Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna, Félag
Sambands fiskframleiðenda, Sölu-
samband ísl. fiskframleiðenda,
Félag síldarsaltenda á Norður- og
Austurlandi, Félag síldarsaltenda á
Suðvesturlandi, Félag skreiðar-
framleiðenda, Félag ísl. fiskimjöls-
verksmiðja. Þarna bættust við 11
nýir FiskiþingsfulItrúar með öllum
réttindum þingfuIItrúa, sem voru
26 fyrir og sátu þá Fiskiþing
37 fulltrúar. Síðan hafa bæst við
Landssamband smábátaeigenda og
Félag rækju- og hörpudiskfram-
leiðenda.
Samkvæmt lögum félagsins
skulu fiskideildir í hinum einstöku
Matarlegt fyrir mávana.
Þórður Þorbjarnarson,
forstöðumaður Rannsóknastofu Fiskifélagsins.
Eskifjörður á lognkyrrum degi.
nýmæla sem menn töldu fallin til
að auka áhrif og hleypa auknu lífi
í alla starfsemi félagsins. Arið
1943 var reikningaskrifstofa sjáv-
arútvegsins stofnuð með lögum,
en Fiskifélaginu varfalið að annast
starfrækslu hennar. Hlutverk
hennar er að afla gagna um rekstur
útvegsins og er í því skyni safnað
rekstrar- og efnahagsreikningum
útgerðarfyrirtækja.
Árið 1945 var ráðinn ráðu-
nautur félagsins í skipasmíðum.
Árið 1949 var Fiskifélaginu falið
að annast umsjón með nýstofn-
uðum Hlutatryggingasjóði, síðar
Aflatryggingarsjóði. Árið 1966 var
tæknideild stofnuð og tveir starfs-
menn ráðnir að henni. Árið 1972
voru tveir skipa- og vélaverk-
fræðingar ráðnir að deildinni og
síðar vélfræðingur og raftækni-
fræðingur. Árið 1973 gerðist Fisk-
veiðasjóður Islands aðili að deild-
inni.
Árið 1971 var fiskeldisfræð-
ingur ráðinn til félagsins til að
annast tilraunir með fiskeldi í söltu
vatni og hóf hann tilraunir með
laxeldi í sjó í flotgirðingu við
Hvammsey í Hvalfirði.
Sama árið var lagt fram á Fiski-