Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1991, Síða 14

Ægir - 01.02.1991, Síða 14
66 ÆGIR 2/91 Tvær yngismeyjar aö breiða fisk. eingöngu fyrir augum gagn landbúnaðarins og fengið stórmiklu áorkað. Þing og stjórn hefur verið því innan handar í fjárveitingum, enda hefur Alþingi verið þannig skipað ávallt, að mestur hluti þess hafa verið landbúnaðarmenn, að meiru eða minna leyti. - Setn- ingin, sem best hefur látið í eyrum, þegar um at- vinnumál hefur verið rætt „Bóndi er bústólpi, en bú 'er landstólpi" hefur verið skilin svo þröngt, að hinn aðalatvinnuvegur landsmanna hefur verið hafður að olnbogabarni, þegar um fjárveitingar eða styrk úr landsjóði hefur verið að ræða til styrkingar atvinnu- vegunum. Því að á sama tíma, sem landbúnaðurinn hefur verið styrktur með verðlaunagjöfum, sbr. smjörverðlaunin, hafa verið lagðir skattar á útfluttar sjávarafurðir, fisk, lýsi, hrogn, og þess utan hvíla stórir skattar á sjávarútveginum beinlínis, svo sem vitagjald af skipum, og margvísleg önnur gjöld til hafnar- eða lendingarsjóða. Á meðan landbúnaður og sjávarútvegur var eins samtvinnaður eins og áður er að vikið, og bátaútveg- urinn var einn stundaður og öll mál, er sjávarútveg- inn snertu, voru einföld og óbrotin, gat það farið saman, að landbændur fjölluðu um og réðu úrslitum mála, sem vörðuðu sjávarútveginn, en þar sem útvegurinn er orðinn svo stórbrotinn og umsvifamikill sem nú og svo mörg málefni, sem hann varða sérstak- lega, liggur það í hlutarins eðli, að þeir hljóta að hafa besta og Ijósasta þekkingu á þessum málum, sem þennan atvinnuveg stunda, sjómenn og útvegsmenn. En nú er það kunnugt, að á Alþingi sitja eingöngu bændur, kaupsýslumenn og embættismenn. Þing og stjórn þurfa því bæði leiðbeiningar og aðstoðar við, ef vel á að íara, þegar um mál er snerta sjávar- útveginn er að ræða, félag vort, Fiskifélagið, hlýtur þá að koma til greina, sem góður ráðgjafi. En til þess að verða starfi sínu vaxið, þarf félagið að eflast og magn- ast svo, að það spenni yfir allt landið. Þá má ekki vera eitt einasta fiskiver á landinu, sem það þekkir ekki nákvæmlega. Og það ætti að vera vel mögulegt, að koma þessu í framkvæmd. Vér erum vissir um það, að mönnum skilst það fljótt, að það á að vera ávinn- ingur, að hafa eitt landsfélag til þess að bera fram óskir sínar og réttmætar kröfur. Til þess að starf félagsins komist sem fyrst á fastan rekspöl, þá þurfa deildarstofnanirnar um landið, að ganga greiðlega. Þegar deild er stofnuð í hverju fiskiplássi, er starfa ötullega í samráði við stjórn Fiskifélagsins, þá á félags- skapur vor að vera orðinn svo sterkur, að hann geti miklu áorkað fyrir sjávarútveginn og þar með hag- sæld þjóðarinnar. Við það að svona félagsskapur myndast vinnst það fyrst og fremst, að hver og einn sem hefur lífsuppeldi sitt af sjávarútvegi, finnur, að hann er einstaklingur einnar stéttar í landinu og þeirrar stéttar, sem stundar atvinnuveg, sem nú er á miklu byltingaskeiði. Menn færast eins og nær hver öðrum, samúðin eflist. Það er svo mikils virði, að samband fáist milli fjarlægra veiðistöðva, á milli landsfjórðunganna. Það hagar ólíkt til í hverri veiði- stöðinni, og það getur verið þarflegt, að menn, sem stunda sama atvinnuveg kynnist ásigkomulagi og háttsemi á fjarlægum stöðum, við það vex þekkingin á þörfum vorum yfirleitt. Og það ættu ekki að líða mörg ár áður en meðlimir Fiskifélagsins, ásamt með- limum deilda þess, skiptu nokkrum þúsundum, ef marka má nokkuð af meðlimatölu búnaðarfélaga til sveita, sem árið 1910 var 2613. í búnaðarfélögunum eru nær eingöngu þeir, sem hafa jörð undir, bændur, sjaldnar vinnu- eða lausamenn. En í sjávarplássum og kaupstöðum er einmitt hinn mesti fjöldi einhleypra manna, sem hafa jafnmikla hvöt til þess að vera í félagsskap vorum og heimilisteðumir, sjávarbænd- urnir. Og þegar félag vort hefur náð slíkum styrk, á oss að verða unnt, að fá framgengt réttmæturn kröfum, er sjávarútveginn snerta. Vér verðum þess þá brátt varir, að það verða æði mörg mál, sem félag vort hlýtur að láta til sín taka.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.