Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1991, Side 16

Ægir - 01.02.1991, Side 16
68 ÆGIR 2/91 Menn og strengjabrúður Stjórn og ofstjórn Um það er deilt hvar mörkin liggi milli hagkvæmrar stjórnar og ofstjórnar. Auðvelt er og einfalt að skilgreina mál á þann veg að menn framselji vald til sameigin- legrar stjórnar ef sú ráðstöfun gefur meira af sér en hún kostar og þar með sé komin á hagkvæm stjórn. Þó um ofstjórn sé að ræða getur hún verið hagkvæm, en skil- greinum málið frekar. Segjum að ef sameiginleg stjórn beitir völdum sem hún hefur fengið meira en hagkvæmast er, þá er um ofstjórn að ræða. Skilgreiningin er góð og gild, en er það raunin að menn skapi sér ætíð þær stofnanir og afhendi þeim einungis þau völd sem hagkvæmust eru heild- inni? Þessarri spurningu verður einungis svarað neitandi. Ótal dæmi sanna hið gagnstæða. Nægir að nefna herforingjastjórnir S-Ameríku, þar sem ein þjónustu- stofnun ríkisins rænir yfirboðara sinn (lýðræðislega kosið þing og forseta) völdunum. Enn skýrara dæmi og heppilegra innlegg í það mál sem hér verður fjallað um, er miðstýringarkerfið í Sovétríkjun- um. Vafalaust var nauðsynlegt að koma upp valdamiklum stofn- unum ef átti að miðstýra allri fram- leiðslu í landinu. En nú hefur komið í Ijós að miðstýrða kerfið er ekki nægilega skilvirkt og erfitt reynist að losna við skriffinnsku- veldið, þó endalokin séu óhjá- kvæmileg. Allflestir íslendingar eru sam- mála um að fiskveiðum við ísland verði að stjórna. Frjáls veiði án nokkurra hindrana leiði til útrým- ingar fiskstofnanna og stórfelIdrar lífskjaraskerðingar þjóðarinnar. Að vísu er enn deilt um hvernig heppilegast sé að stjórna veiðun- um. Skiptast menn þar í tvær fylk- ingar. í annarri fylkingunni eru þeir sem vilja stýra sókn fiskiskip- anna, þannig að veiðum verði hætt þegar ákvörðuðum afla er náð. Hinsvegar eru þeir sem vilja skipta ákvörðuðum afla fyrirfram og leyfa þeim sem að fiskveið- unum standa að keppa um hverjir þeirra geta náð aflanum með hag- kvæmustum hætti. Ekki er, eins og áður segir, lengur deilt um að stjórn fiskveiða sé nauðsynleg. En hvað á að ganga langt í að stýra veiðum, vinnslu og verslun með afurðir íslensks sjávarútvegs? Við getum sett okkur í spor arki- tekta sovéska hagkerfisins. Hug- myndin var að setja upp ákvörð- unarferil allt frá grunnframleiðsl- unni til endanlegrar neyslu fram- leidds varnings. Á teikniborðinu gengur dæmið fullkomlega upp. Hvergi á ferlinu á sér stað nein sóun og hagkerfið framleiðir fyrir alla eftir þörfum. í raun vantarein- ungis eitt í dæmið, þ.e.a.s. manninn. Sá sem kerfið var skap- að fyrir, gleymdist. Það vantaði í kerfið skilaboð hvað skyldi fram- leitt fyrir þann sem framleiðslan átti að þjóna. íslendingar ættu því að staldra við og íhuga reynslu annarra af teikniborðsunnum, fullkomnum lausnum. Mannlega þættinum megum við ekki gleyma, hann á vera grunntónninn og meginvið- miðun í öllum ákvörðunum er lúta að stjórnun veiða og stýringu ann- arra þátta íslensks sjávarútvegs. Stjórnin á að svara til þarfa atvinnuvegarins og þjóðarinnar, en ekki tilbúinna þarfa skrifræðis- ins. Eftirlit með sjávarútveginum Að undanförnu hefur talsvert verið fjallað um brot á reglum um stjórn fiskveiða. Smáfiski fleygt fyrir borð, þorski landað sem ufsa, óleyfilegur útflutningur ísfisks í gámum o.s.frv. Umræðan hefur á tíðum verið allharkaleg og ýmist haft þann tilgang að sverta tiltekna ráðstöfun aflans eða stjórnun veið- anna í heild. Svo mikil harka í umræðunni hefur leitt til þess að flestir sem taka þátt í henni sjá ein- ungis augljósasta úrræðið til að koma í veg fyrir brot á reglunum, þ.e.a.s. að auka eftirlit með veið- unum, herða refsiákvæði og jafn- vel að banna ákveðna ráðstöfun aflans til að bæta möguleika til eftirlits. En er ekki þörf að íhuga aðeins málið? Hvað þarf mikið eftirlit með atvinnugreininni til að koma í veg fyrir öll brot? Hvað borgar sig yfirleitt að kosta miklu til eftirlits til að koma í veg fyrir að reglurnar séu brotnar? Er ekki ein- faldlega hægt að fara aðra leið til úrbóta? Þetta óðagot minnir á brúðu- stjórnanda í brúðuleikhúsi, sem verður t'yrir því að brúðurnar láta ekki að stjórn. Stjórnandi strengja- brúðanna er vanur því að þær láti stjórnast af hreyfingum hans. Hann verður því fyrir áfalli þegar strengjabrúðurnar fá allt í einu

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.