Ægir - 01.02.1991, Qupperneq 18
70
ÆGIR
2/91
að stuðla að aukinni hafnargerð
og bættu öryggi sjómanna, en þó
aðallega á sviði skipulagningar
með eflingu samtaka og félaga
hinna ýmsu greina sjávarútvegs-
ins. Árið 1914 hóf svo Fiskifélagið
söfnun upplýsinga um afla og frá
upphafi sá það um útgáfu Ægis til
að miðla upplýsingum um sjávar-
útveg til þeirra sem á þurftu að
halda eða áhuga höfðu. Að öðrum
þræði var stofnun Fiskifélagsins til
að uppfylla skarð í atvinnugrein-
inni sem að öðru jöfnu hefur verið
talin á vettvangi ríkisins, en ríkið
hafði á þessum tíma ekki burði til
að veita útvegnum þá þjónustu
sem hann þarfnaðist. Starfsemi
Fiskifélagsins þróaðist fljótlega á
þann veg að félagið varð eðlilegur
milliliður milli atvinnugreinar-
innar og Alþingis. Alla tíð síðan
hefur Fiskifélagið verið í þeirri
aðstöðu að þjóna Alþingi, en jafn-
framt verið undir stjórn aðila í
sjávarútvegi.
Löggjafarvaldið
og sjávarútvegurinn
Hver hefur svo verið árangur af
þessu samstarfi löggjafarvaldsins
og sjávarútvegsins í gegnum Fiski-
félagið? Raunverulegan árangur af
þessu samstarfi er enginn mögu-
leiki að meta. Augljósasti árangur
af starfseminni er að sjálfsögðu
stofnanir sjávarútvegsins og félög
sem lagður var grunnur að innan
Fiskifélagsins. Nægir þar að nefna
Slysavarnafélag íslands, Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins og
Hafrannsóknastofnun. Sá árangur
sem ekki verður beinlínis mældur
er miklu meiri, en verður aldrei
rakin beint til Fiskifélagsins,
heldur til samvinnu ótal félaga-
samtaka og einstaklinga. íslend-
ingar hafa þann árangur daglega
fyrir augunum. Öflugustu atvinnu-
grein íslensku þjóðarinnar, sjávar-
útveginn. I upphafi aldarinnar
dvergur á brauðfótum, nú undir
lok aldarinnar, meginþáttur
íslenska hagkerfisins, uppistaða
og vaxtarbroddur.
Öðrum þjóðum hefurekki tekist
svo vel til með sinn sjávarútveg. Er
hugsanlegt að á einhvern hátt sé
hægt að rekja þennan árangur til
samvinnu Alþingis og sjávarút-
vegsins í gegnum Fiskifélagið og
þá sérstaklega æðstu stofnun
félagsins, Fiskiþings? Er sá mögu-
leiki fyrir hendi að nauðsyn sam-
komulags ólíkra hagsmuna á Fiski-
þingi hafi leitt til þess árangurs
sem við höfum óneitanlega náð og
komið um leið í veg fyrir valda-
streitu milli hins opinbera og
atvinnugreinarinnar eða hins
opinbera og einstakra þátta sjávar-
útvegsins? Þessum spurningum er
ekki auðsvarað, en líklegustu
svörin ættu að vera umhugsunar-
efni fyrir marga sem hafa tjáð sig
um skyld mál á undanförnum
árum.
Hitt ætti að vera öllum Ijóst að
þau áhrif sem Fiskiþing og stjórn
Fiskifélagsins hafa haft á lagasetn-
ingu og gerð almennra reglna um
starfsemi sjávarútvegsins hafa gert
mönnum kleift að byggja upp
öflugan atvinnuveg án stærri mis-
taka eða átaka við starfsmenn í
greininni. Áður var nefnt, að árið
1914 hóf Fiskifélagið söfnun afla-
talna, síðar, eða 1925, setti
Alþingi lög og fól þar með Fiskifé-
laginu söfnun þessara upplýsinga
og setti ákveðnar reglur þar um.
Árið 1941 voru sett ný og ítarlegri
lög um söfnun aflatalna og Fiski-
félaginu falin frekari söfnun gagna
um sjávarútveg og úrvinnslu
þeirra. Þessi gagnasöfnun var upp-
byggð í náinni samvinnu við sjó-
menn og útgerðarmenn að
ógleymdum þeim sem að vinnsl-
unni stóðu. Við þvílíka söfnun
upplýsinga verður ætíð að gæta að
hinu mjóa bili milli þess sem má
kalla eðlilega upplýsingasöfnun
og þess að vera með nefið niðri
Mynd 2. Mjór en mikits vísir. Skrifstofa fiskifræöings Fiskifélags Islands. Árni
Friðriksson fiskifræðingur að störfum.