Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1991, Page 23

Ægir - 01.02.1991, Page 23
2/91 Einna þekktastur slíkra neðan- sjávarhryggja er Mið-Atlantshafs- nryggurinn sem liggur eftir endi- öngu Atlantshafinu. Bergmáls- dýptarmælingar sýna að hryggur- Í™1 stendur víða 2-3 km hærra en afsbotninn í kring og á miðjum ryggjarásnum er sigdalur. í Pessum sigdal myndast stöðugt nýr hafsbotn í eldgosum og við ÆGIR kvikuinnskot. Þessum umbrotum fylgja tíðir jarðskjálftar. Hryggur- inn hliðrast til á mörgum stöðum um þversprungur en hinn virki hluti þeirra sem liggur milli hryggjarásanna eru fyrrgreind þvergengi og þar er skjálftavirkni einnig mikil. Skjálftarnir koma yfirleitt þar fram í meginskjálfta sem getur orðið stærri en 7 stig á 75 Richterkvarða og á eftir fylgja margir minni eftirskjálftar. Á hryggjarstykkjunum verða skjálftar hinsvegar yfirleitt ekki stærri en 5 stig á Richterkvarða og koma gjarnan fram í hrinum þar sem enginn einn skjálfti er áberandi stærri en hinir. Hrinurnar geta staðið í nokkra klukkutíma eða daga. ^ynd 2. Staðsetning jarðskjálftamæla á Reykjaneshrygg sumarið 1990.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.