Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1991, Síða 28

Ægir - 01.02.1991, Síða 28
80 ÆGIR 2/91 BÓKAFREGN Jón Jónsson: Hafrannsóknir við ísland II eftir 1937 447 bls. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1990. Rannsóknir á hafinu umhverfis ísland, dýralífi þess og eðli eiga sér langa sögu. í fyrra bindi rit- verksins Hafrannsóknir við Island rakti Jón Jónsson þá sögu frá upp- hafi og fram til 1937. Hér er þráðurinn tekinn upp þar sem hann var felldur í fyrra bindi og rakinn fram til vorra daga. Þetta síðara bindi verksins skipt- ist í nítján höfuðkafla, sem síðan skiptast allir í marga undirkafla og síðustu fimmtíu síður bókarinnar eru skrár um heimildir, manna- nöfn, atriðisorð og landfræðiheiti. Skal nú nokkur grein gerð fyrir efni bókarinnar. í fyrsta kafla segir frá fyrstu stofnunum, sem settar voru á fót hér á landi og ætlað var að stunda hafrannsóknir að einhverju eða öllu leyti: Atvinnudeild háskólans og Fiskideild hennar, en áður hafði hafrannsóknum helst verið sinnt á vettvangi Fiskifélags íslands eða með stuðningi þess. í 2. kafla greinir frá fyrstu hug- myndum um friðum íslenskra fisk- stofna og hefst hann með frásögn af bænarskrá er Borgfirðingar sendu alþingi árið 1867 og lýkur með umfjöllun um störf Faxaflóa- nefndarinnar svonefndu, 1937- 1945, og áætlunum, sem að vísu komustu aldrei í framkvæmd, um lokun Faxaflóafyrirtogveiðum. Þá víkur sögunni að rannsóknum á einstökum fisktegundum og er í 3. kafla greint frá síldarrannsóknum, í hinum 4. frá þorskrannsóknum, í 5. kafla segir frá rannsóknum á karfa, í 6. kafla frá loðnu- rannsóknum, en 7. kafli fjallar um flatfiska. 8. kafli ber yfirskriftina „Aðrir nytjafiskar" og segir þar frá rannsóknum á ýsu, ufsa, blá- löngu, spærlingi, kolmunna, steinbít, hrognkelsum, sandsíli og langhölum. 9. kafli greinir í stuttu máli frá stækkun fiskveiðilögsög- unnar og verndun fiskstofnanna eftir síðari heimsstyrjöld og í hinum 10. segir frá krabbadýrum, skelfiski og öðrum hryggleysingj- um. í 11. kafla segir frá rann- sóknum á veiðarfærum og áhrifum þeirra á nytjastofna. 12. kafli fjallar um sjórannsóknir, hinn 13. um jarðfræðirannsóknir á land- grunninu og hinn 14. um þör- unga. í 15. kafla segir frá rann- sóknum á dýrasvifi, í hinum 16. segir frá hvölum og hvalveiðum og í 17. kafla er fjallað um seli. 18. kafli ber yfirskriftina „Aðrar dýrarannsóknir við ísland" og 19. kaflinn er útdráttur úr efni bókar- innar á ensku. Svo sem sjá má af þessari stutt- orðu upptalningu er hér um mjög yfirgripsmikið verk að ræða, þar sem fjallað er um alla þætti haf- rannsókna hér við land síðustu 53 ár. Er þá ekki úr vegi að hyggja um stund að því, hvernig höfundi hefur til tekist við að koma þessu mikla efni til skila. Jón Jónsson er löngu þjóð- kunnur maður, enda veitti hann Fiskideild og síðan Hafrannsókna- stofnun forstöðu um langt árabil. Erlendis nýtur hann einnig virð- II. Eftir 1937 Jón Jónsson ingar fyrir vísindastörf sín. Það lætur að líkum að reynsla Jóns og þátttaka í því starfi, sem hann greinir frá, hefur létt honum róður- inn, en skemmst er frá því að segja, að ritverkið Hafrannsóknir við ísland, er að mínum dómi eitt hið gagnmerkasta þeirra ritverka, sem út hafa verið gefin á íslandi á síðari árum. Eins og áður sagði er þetta rit mjög yfirgripsmikið, en svo lipurlega samið og greinargott að sérhver leikmaður hlýtur að hafa af því mikið gagn og trúlegt þykir mér að hið sama gildi um sérfræðinga. „Föðurland vort hálft er hafið", segir í þekktum sálmi og munu flestir íslendingar fallast á það. Þeim hefur hins vegar mörgum verið næsta hulið hvaða

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.