Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1991, Page 34

Ægir - 01.02.1991, Page 34
86 ÆGIR 2/91 MARKAÐSMÁL Rækja Sterkt yen hafði áhrif á markað- inn í lok ársins 1990. Verð í yenum lækkaði á meðan verð í Bandaríkjadölum var fremur hagstætt. Samanburður japanska markaðarins við þann bandaríska leiðir í Ijós að japanski markaður- inn er með 10% hærra verð en sá bandaríski. Eftirspurnin í Banda- ríkjunum var mikil allt árið, en dró úr henni í lok ársins. Offramboð var á kaldsjávarrækju og verð lágt. Nú eru kaupendur hins vegar að fara úr hlýsjávarrækju í kald- sjávarrækju. Heldur dró úr fram- boði af rækju vegna minna rækju- eldis. Þannig minnkaði fram- leiðsla Kínverja um 10-20% á árinu 1990. Á komandi árum má búast við meiri rækju úr rækjueldi frá Mexíkó og Indlandi en draga mun úr framboði annarra hefð- bundinna framleiðenda í rækju- eldi. Þorskur Framboð þorsks hélt áfram að vera lítið í lok ársins 1990. Birgða- staða var lág í öllum innflutnings- löndum og hélt áfram að minnka. Evrópuþjóðir seldu meiri þorsk á Evrópumarkaðinn þar sem verð var 10% hærra en í Bandaríkjun- um. Hærra verð fékkst einnig fyrir Alaskaufsa. Ekki er búist við meira framboði af botnfiski á komandi ári. Fiskmjöl Síðan í júní 1990 hefur verð- munur á fiskmjöli og sojabauna- mjöli aukist markvert. Þannig var verðhlutfallið 1.7 fyrir fiskmjöl á móti 1.0 fyrir sojabaunaolíu í júní 1990 en 2.1 í lok nóvember. Þannig hefur samkeppnisstaða fiskmjölsins versnað. Þetta hefur valdið minni eftirspurn eftir fisk- mjöli. Skýringin liggur aðallega í minni fiskmjölsframleiðslu Suður- Ameríku og minni birgða þar. Lýsi Samband minni afla og minni lýsisnotkunar er skýringin á minni framleiðslu á lýsi á þriðja ársfjórð- ungi 1990. Þessi samdráttur mun hafa aukist ennfrekar á síðasta árs- fjórðungi 1990 þar sem ansjósu- og sardínuveiðar í Perú voru stöðvaðar vegna hás hlutfalls af smáfiski. Krabbadýr Mikil veiði á Kyrrahafs snjó- krabba í Norður-Kyrrahafi hefur haft áhrif á alþjóðleg viðskipti með krabbadýr. Evrópski krabba- dýramarkaðurinn hefur einkennst af lágu verði um lengri tíma. Humar Humaraflinn í heiminum hefur aukist stöðugt undanfarin ár en ekki eins mikið og í byrjun níunda áratugarins. Verð var stöðugt á amerískum humri árið 1990. -Heimild: Infofish. Millj. USA: Ýmsar afuröir Ibs. 1000 Japan: Ýmsar afurðir tonn

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.