Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Side 8

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Side 8
hafi verið fram vinna til að skapa hann, og þegar ekki sé aðeins krafizt vinnu, heldur og frumlegrar og skapandi vinnu, þá sé því frekari ástæða til fullkominnar réttar- verndar. Þetta sjónarmið er gamalkunnugt í höfundaréttinum og víða að þessu vikið í ritum fræðimanna á því sviði. 1 hinni merku bók ,,Law of Copyright" eftir Copinger og Skone James, 8. útg. 1948, bls. 3, segir m. a.: „Nothing can with greater propriety be called a man’s property than the fruit of his brains. The property in any article or substance accrueing to him by reason of his own mechanical labour is never denied him: the labour of his mind is no less arduous and consequently no less worthy of the protection of the law. It has, nevertheless, been a matter of freequent controversy whether copyright is a natural right, or one entirely dependent upon statute. If it was a natural right, then the period of protection ought logically to have been unlimited". Krafan um viðurkenningu höfundaréttarins, sem hvers annars eðlilegs eignarréttar, er um þessar mundir mjög uppi höfð af þýzka tónskáldafélaginu í sambandi við vest- ur-þýzkt lagafrumvarp, sem nú liggur fyrir ríkisþinginu í Bonn. Hefur félagið m. a. gefið út sérstakt rit í sam- bandi við iagasetningu þessa, sem mikla athygli hefur vakið. Sjónarmið formælenda félagsins eru í aðalatiúðum þau, að frumréttur höfunda sé eðli málsins skv. eins og hver annar eignarréttur án takmarkaðs verndartíma. Höf- undar eigi án óeðlilegra takmarkana að ráða verki sínu, bæði að því er varðar listræna meðferð og fjárhagslega hagnýtingu. Af því sjónarmiði, að höfundarétturinn sé í eðli sínu eins og hver annar eignarréttur leiðir, að ólög- leg hagnýting hugverka beri að skoðast sem venjulegt auðgunarbrot, er lúta eigi opinberri meðferð í stað þess, að slík brot eru nú skoðun sem einkamál þess, sem mis- gert er við. I framhaldi af þeim sjónarmiðum um eðli höfundarétt- ar, sem nú hefur verið drepið á, skal nú vikið að gildandi 134

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.