Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Page 10

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Page 10
Grein þessi er sniðin eftir 5. grein hins upphaflega Bernarsáttmála eins og honum var breytt í París 1896. Skv. upphaflega Bernarsáttmálanum frá 1886 stóð þýð- ingarrétturinn aðeins í 10 ár frá 1. útgáfu frumverksins, en var í París 1896 breytt þannig, að sé þýðing gefin út innan téðra 10 ára stendur rétturinn venjulegan verndar- tíma. Bernarsáttmálanum var enn breytt í Berlín 1908 og í Róm 1928 í það horf, að þýðingarrétturinn, skv. sátt- málanum, er settur á bekk með öðrum þáttum höfunda- réttarins og varir venjulegan verndartíma. Skv. 3. mgr. 25. gr. sáttmálans er ríkjum þó heimilt varðandi þýð- ingar, að áskilja sér rétt til að vera að minnsta kosti fyrst í stað, bundin af 5. gr. Bern-Parísar sáttmálans í stað 8. greinar núverandi sáttmála. Er Island gerðist aðili Bernarsáttmálans var af þess hálfu gerður fyrirvari um þýðingarrétt skv. ofanrituðu, en önriur ríki, sem gert hafa slíkan fyrirvara, eru: Síam, Irland, Japan, Júgóslavía og Tyrkland. Út af skilningi á fyrirvara þessum risu síðan málaferli hér á landi eða hið svokallaða ,,Volpone“-mál. Voru til- drög málsins þau, að undirritaður, sem var umboðsmaður dánarbús Stefan Zweig, krafði Leikfélag Reykjavíkur um greiðslu höfundalauna fyrir sýningu á leikriti þessu. Neit- aði félagið að greiða höfundalaun m. a. á þeirri forsendu, að Island hafi við inngöngu í Bernarsambandið gert þann fyrirvara varðandi þýðingarrétt, að leyfilegt væri að gefa út og flytja þýðingu rits að liðnum 10 árum frá fyrstu útgáfu þess, en sá frestur hafi verið löngu liðinn að því er ,,Volpone“ varðaði, þar sem leikritið hafi fyrst verið gefið út 1927. Gegn þessu var því haldið fram, að skv. 11. gr. 2. mgr. Bernarsáttmálans væri höfundum leikrita tryggð vernd gegn opinberri sýningu á þýðingu á þessum verkum án leyfis, meðan þeir ættu rétt á frumverkinu. Enginn fyrir- vari hefði verið gerður við 11. grein sáttmálans af Islands hálfu, er það gerðist aðili Bernarsambandsins, enda hefði slíkt ekki verið heimilt. Þá tækju og ákvæði 4. gr. laga nr. 136

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.