Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Page 17

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Page 17
ingur við þann samning og samningurinn síðan útgefinn sem lög hér á landi. Er hér um að ræða lög nr. 110 frá 1951 um „Lagagildi varnarsamnings milli Islands og Bandaríkjanna og eignir þess“. 1 lögum þessum segir svo m. a. (2. gr. b. Viðbætir um réttarstöðu liðs Bandaríkjanna og eignir þeirra) : „Liði Bandaríkjanna á Islandi og skylduliði liðsmanna á Islandi ber að virða íslenzk lög“. Liði þessu og einstaklingum innan liðsins ber því að hlíta íslenzkum lögum og eru íslenzk höfundalög engin undantekning þar frá. 1 því sambandi er síðan vakin athygli á, að íslenzk höf- undalög eru á ýmsan hátt frábrugðin amerískum höfunda- lögum og ganga lengra til verndar höfundum. 1 íslenzk- um lögum, eða í lögum annarra Bernarsambandslanda, eru þannig engin ákvæði um, að herlið sé ekki háð höf- undalögum, enda greiðir t. d. brezki herinn höfundalaun í Bretlandi, franski herinn í Frakklandi o. s. frv. II. Bent er á, að skv. ákvæðum Bernarsáttmálans séu það ekki eingöngu þegnar Bernarsambandslands, sem verndaðir eru, heldur gildir sú regla um útgefin verk, að þau eru vernduð skv. sáttmálanum, séu þau fyrst gefin út í Bernarsambandslandi, hvert svo sem þjóðerni höf- undarins er. Skv. því munu flest tónverk bandan'sk njóta verndar hér á landi, þótt Bandaríkin séu ekki aðilar Bern- arsáttmálans, þar sem það er meginregla bandarískra út- gefenda að gefa þau fyrst eða samtíma út í Bernarsam- bandslandi, og þá venjulega annað hvort í Toronto í Kanada eða London, samtímis því, að þau eru fyrst útgef- in í Bandaríkjunum, sbr. hér.dóm bæjarþings Reykjavík- ur frá 8. apríl 1953. III. Sýnt er fram á, að STEF hefur umboð fyrir nær öll þau félög í heiminum, er með höndum hafa innheimtu á gjöldum fyrir tónlistarflutning. Félög þessi eru 30 að tölu þ. á. m. 3 bandarísk félög, er hafa með höndum nær alla innheimtu fyrir flutning tónverka í heiminum (World repertoir). Skv. umboðum frá 143

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.