Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Page 27

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Page 27
taka að sér kjörbarn, sem ætla má, að ekki hefði verið tekið annars. Höfuðtilgangur ættleiðingar verður að teljast sá að skapa ákveðnum einstaklingi, þeim sem ættleiddur er, öruggari uppeldis- og lífsskilyrði en hann mundi annars eiga völ á. Þetta sjónarmið kemur fram í upphafi 8. gr. laganna, þar sem segir svo: „Leyfi til ættleiðingar verður því aðeins veitt, að ætla megi ættleiðinguna kjörbarninu heppilega," o. s. frv. Spyrja mætti, hvort þessum tilgangi, sem sé að tryggja sem bezt hag þess einstaklings, sem ættleiddur er, verði ekki náð jafn vel eða með öðru móti, svo sem með fóstri, án þess að rofin væru með öllu tengsl hins við raunveru- legt foreldri. Samband fósturforeldris og fósturbarns er að vísu eftir gildandi lögum ekki eins órjúfanlegt og samband kjör- foreldris og kjörbarns. Þó má hugsa sér að tryggja það með lögum, að börn séu ekki að ófyrirsynju svipt því öryggi, sem varanlegt heimili skapar og er dæmi um þenn- an vilja löggjafans að finna í 16. gr. 1. nr. 87/1947 um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna. Sá siður hefur tíðkazt hér á landi um aldaraðir og tíðk- azt enn, að menn taki fósturbörn til uppeldis. Hygg ég að það form henti okkur betur og sé í meira samræmi við íslenzka réttarmeðvitund en ættleiðingin, sem raunar er ekki íslenzk að uppruna, heldur fengin að léni úr róm- verskum rétti. GuSm. Vignir Jósefsson.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.