Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Side 29

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Side 29
tillögur, sem norska nefndin studdi, um það, að samvinna embættismannanna takmarkaðist ekki við fundahöld, held- ur yrði stofnað samband norrænna embættismanna fram- kvæmdarvaldsins. Var einróma samþykkt á fundi þessum, sem haldinn var dagana 20. og 21. september 1918, að stofna „Nordisk Administrativt Forbund". Þegar þetta gerðist kom að sjálfsögðu ekki til greina þátttaka Finnlands, sem þá átti í borgarastyrjöld, og Is- land hafði ekki hlotið fullt sjálfstæði. Islenzkir embættis- menn áttu jafnan rétt sem danskir til þátttöku í félags- skapnum, en þá var á þá litið sem danska embættismenn. Á fyrsta fundinum bauð formaður sænsku nefndarinn- ar, E. Trolle, landshöfðíngi, fundarmenn velkomna, frumvörp voru samin til félagslaga fyrir sambandið og þrír fyrirlestrar voru haldnir. Hinn fyrsta hélt regeringsrádet Gabriel Thulin, um „Sveriges högsta ad- ministrativa domstol, Regeringsrátten", annan hélt Ek- spedisjonssjefen Henry Larsen um „Organisationer av den almindelige elektrisitetsforsyning í Norge“ og hinn þriðja hélt Departementschef Frantz Dahl um „Den danske Central-administrations Organisation“. Efnisvalið er ein- kennandi fyrir efnisval í fyrirlestra þá, sem haldnir hafa verið síðan á vegum sambandsins og ritgerðir þær, sem birzt hafa í tímariti þess. Þegar á sama fundi kom Aage Sachs, danskur embættis- maður, sem var einn af áhugasömustu starfsmönnunum í sambandinu, fram með þá hugmynd að gefa út tímarit, sem svipaði að formi til „Nordisk Tidsskrift for Retsviden- skab“. Þessu var komið í framkvæmd og fyrsta heftið kom út 1920. Hefur ritinu verið haldið áfram óslitið síðan, og ætíð hefur það verið í miklu áliti meðal fræðimanna, enda er þar margt lærdómsríkra ritgerða um ýmisleg administrativ efni. Að nafninu til er ritstjórnin í hönd- um nefndar, sem í eru einn maður úr hverju norrænu ríkjanna, en aðalritstjórnina annast danskur embættis- maður og stjórn dönsku deildar sambandsins hefur mestan veg og vanda af útgáfu tímaritsins. 155

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.