Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Síða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Síða 29
tillögur, sem norska nefndin studdi, um það, að samvinna embættismannanna takmarkaðist ekki við fundahöld, held- ur yrði stofnað samband norrænna embættismanna fram- kvæmdarvaldsins. Var einróma samþykkt á fundi þessum, sem haldinn var dagana 20. og 21. september 1918, að stofna „Nordisk Administrativt Forbund". Þegar þetta gerðist kom að sjálfsögðu ekki til greina þátttaka Finnlands, sem þá átti í borgarastyrjöld, og Is- land hafði ekki hlotið fullt sjálfstæði. Islenzkir embættis- menn áttu jafnan rétt sem danskir til þátttöku í félags- skapnum, en þá var á þá litið sem danska embættismenn. Á fyrsta fundinum bauð formaður sænsku nefndarinn- ar, E. Trolle, landshöfðíngi, fundarmenn velkomna, frumvörp voru samin til félagslaga fyrir sambandið og þrír fyrirlestrar voru haldnir. Hinn fyrsta hélt regeringsrádet Gabriel Thulin, um „Sveriges högsta ad- ministrativa domstol, Regeringsrátten", annan hélt Ek- spedisjonssjefen Henry Larsen um „Organisationer av den almindelige elektrisitetsforsyning í Norge“ og hinn þriðja hélt Departementschef Frantz Dahl um „Den danske Central-administrations Organisation“. Efnisvalið er ein- kennandi fyrir efnisval í fyrirlestra þá, sem haldnir hafa verið síðan á vegum sambandsins og ritgerðir þær, sem birzt hafa í tímariti þess. Þegar á sama fundi kom Aage Sachs, danskur embættis- maður, sem var einn af áhugasömustu starfsmönnunum í sambandinu, fram með þá hugmynd að gefa út tímarit, sem svipaði að formi til „Nordisk Tidsskrift for Retsviden- skab“. Þessu var komið í framkvæmd og fyrsta heftið kom út 1920. Hefur ritinu verið haldið áfram óslitið síðan, og ætíð hefur það verið í miklu áliti meðal fræðimanna, enda er þar margt lærdómsríkra ritgerða um ýmisleg administrativ efni. Að nafninu til er ritstjórnin í hönd- um nefndar, sem í eru einn maður úr hverju norrænu ríkjanna, en aðalritstjórnina annast danskur embættis- maður og stjórn dönsku deildar sambandsins hefur mestan veg og vanda af útgáfu tímaritsins. 155
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.