Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Side 30

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Side 30
Árið 1922 varð Finnland þátttakandi í sambandinu, en árið 1920 hafði Island orðið það. Ég hef ekki orðið þess var, að þá hafi verið stofnaður formlegur félagsskapur hér á landi, sem talinn hefði verið aðili í sambandinu, og hygg, að þátttaka Islands hafi einungis verið á þann hátt, að nokkrir, raunar mjög fáir, hérlendir embættismenn hafi haft áhuga fyrir félagsskapnum og mætt á stjórnar- fundum sambandsins og allsherjarmótum nokkrum sinn- um síðan 1920. Þátttaka Islands mun hafa verið samþykkt á fundi, sem haldinn var í Kristiania 1920, en ekki hef ég getað séð, hvort nokkur mætti á þeim fundi af Islands hálfu. Á stjórnarfundi, sem haldinn var í Kaupmannahöfn 31. ág. 1921, mættu af Islands hálfu Jóhannes Jóhannesson, bæjarfógeti í Reykjavík, og Jón Krabbe, fulltrúi í danska utanríkisráðuneytinu í Islandsmálum. Á allsherjarmóti í Stokkhólmi 1922 mættu fyrir Islands hönd a. m. k. Klemens Jónsson, atvinnumálaráðherra og Jón Krabbe. Meðal þeirra, sem mætt hafa á mótum sambandsins eða stjórnar- fundum fram til ársins 1946, vil ég nefna, auk Jóns Krabbe, sem oftast eða alltaf mun hafa mætt, Stefán Þorvarðsson, sem þá veitti forstöðu skrifstofu þeirri, sem fór með utan- ríkismál, Vigfús Einarsson, skrifstofustjóra og dr. Pál Eggert Ölason, skrifstofustjóra. Árið 1926 var stjórnarfundur haldinn í Reykjavík. Fyr- ir honum stóð Klemens Jónsson og kom fram sem for- maður íslenzku deildarinnar. Hinir erlendu gestir munu hafa verið mjög ánægðir með íslandsferðina enda voni móttökurnar myndarlegar. Á árunum 1940—1945 var hér- lendum íslenzkum embættismönnum ekki kleift að sækja fundi sambandsins, enda lá starfsemi þess að mildu leyti niðri á ófriðarárunum, en samt hélt tímaritið áfram að koma út. Árið 1943 var þó stjórnarfundur haldinn í Stock- koma út. Árið 1943 var þó stjórnarfundur haldinn í Stokk- hólmi og komu þangað þátttakendur frá Danmörku, Finn- I september 1945 var næsti stjórnarfundur haldinn, og var mætt frá öllum Norðurlöndunum nema Islandi. Árið 1946 var haldið allsherjarmót í Kaupm.höfn, ogkomu þang- 156

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.