Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Side 31

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Side 31
að af Islands hálfu Agnar Kl. Jónsson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, sem kom fram sem formaður Is- landsdeildarinnar, Gústav A. Jónasson, skrifstofustjóri, Jón Krabbe og Einar Bjarnason, fulltrúi í fjármálaráðu- neytinu. Árið 1947 var stjórnarfundur haldinn í Helsing- fors og mættu þar dr. Páll Eggert Ölason og Einar Bjarna- son. Árið 1948, 19. marz, var síðan haldinn stofnfundur Islandsdeildar Nordisk administrativt Forbund og voru kosnir í stjórn Agnar Kl. Jónsson, Geir G. Zoega, Harald- ur Guðmundsson, Þórhallur Ásgeirsson og Einar Bjarna- son, en í varastjórn: Magnús Gíslason, dr. Þorsteinn Þor- steinsson, Davíð Ólafsson og dr. Páll Eggert Ólason. Á stjórnarfundinum í Helsingfors 1947 hafði Islands- deildin boðið til stjórnarfundar í Reykjavík 1948, og var sá fundur haldinn 8.—10. júlí. Síðan hefur verið haldið venju þeirri, sem skapazt hafði, að halda allsherjarmót þriðja hvert ár, sitt í hverju landi, og stjórnarfundi á hverju ári, einnig sinn í hverju landi, en þó ætíð þar sem allsherjarmótin eru haldin og um leið og þau. Allsherjar- mót var síðast haldið í Helsingfors 1952 og röðin var kom- in að Islandi 1955, en samþykkt var að falla frá því að halda allsherjarmót hér í þetta skipti vegna þess, hve ferðalög hingað eru dýr. Verður það því haldið í Svíþjóð á næsta ári. Á aðalfundi íslenzku deildarinnar 23. maí 1950 voru samþykkt félagslög fyrir hana. Samkv. þeim eiga félagsrétt skrifstofustjórar, deildarstjórar og fulltrúar í stjórnarráð- inu og þeir starfsmenn stofnana þeirra, nefnda og ráða, sem fara með framkvæmdavald og að dómi félagsstjórnarinnar gegn hliðstæðum stöðum. Enn fremur prófessorar og dósentar í laga- og hagfræðideild háskólans. Menn, sem komast í þessar stöður, verða af sjálfu sér félagar, ef þeir vilja, og er þeim þetta að sjálfsögðu frjálst. Þeim mönnum, sem hafa verið félagar en hverfa úr hópi fram- angreindra embættismanna, mun sennilega frjálst að vera áfram í félagsskapnum, ef þeir hafa áhuga fyrir honum. Svo virðist mér a. m, k. vera í deildum hinna Norður- 157

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.