Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Side 35

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Side 35
unum við Rjukan, í fyrra skiptið með því að ráðast beint inn í verksmiðjuna og eyðileggja vatnið með sprengju, en í síðara skiptið með því að koma fyrir tímasprengju í járnbrautarferjunni yfir Tinnsjöen, sem þeir höfðu frétt að hefði þunga vatnið innan borðs, svo að hún sprakk í loft upp, sökk á miðju vatninu og liggur þar enn með öll- um farmi. Tjónið, sem þá var unnið Þjóðverjum er ómetanlegt og ómetanleg eru áhrif þau, sem ósérplægni þessara ungu Norðmanna og annarra margra samlanda þeirra höfðu á norsku þjóðina. Sagan, sem aldaröðum saman mun lifa, var mönnum á þessum slóðum í fersku minni, og sumir helztu þátttakendurnir í viðburðum hennar voru enn í sömu hversdagslegum störfunum, sem þeir höfðu verið í árum saman. Úr ferðalagi þessu komu menn til Oslo eftir rétta 2 sólarhringa. Veðrið hafði leikið við þá alla vikuna, frá því að lögfræðingamótið hófst, og var þetta talinn fyrsti góðviðriskafli sumarsins í Suður-Noregi. Reykjavík, 31. október 1954. Einar Bjarnason. 161

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.