Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Page 37

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Page 37
akstri um stundarsakir, ætti rétt til afgreiðslu á vörubíla- stöð félagsins allt að einu ári, frá því að hann hætti akstri, enda greiddi hann félagsgjöld og hálft stöðvargjald. Með skírskotun til þessa hélt Þróttur því fram, að S ætti ekki rétt til afgreiðslu fyrir bifreið sína á stöð félagsins og gæti hann þá ekki heldur átt rétt til inngöngu í félagið og notið þar annarra félagsréttinda. Dæmt var, að Þrótti væri hvorki skylt né heimilt, vegna ákvæða laga nr. 23/1953, að veita fleiri en 280 vörubif- reiðaeigendum afgreiðsluréttindi á vörubílastöð sinni. Og þar sem Þrótti var jafnframt talið rétt að taka afgreiðslu- réttindi R, eins og á stóð, með í þá hámarkstölu sam- kvæmt áðurgreindu ákvæði samþykkta sinna, varð félagið ekki að svo stöddu dæmt til þess að veita S afgreiðslurétt- indi fyrir bifreið hans á vörubílastöð félagsins. Samkvæmt 2. gr. samþykkta Þróttar er tilgangur fé- lagsins sá að efla hag og samvinnu félagsmanna með sam- eiginlegri afgreiðslustöð og öðru því, er að gagni getur komið. Ljóst þótti, að önnur atriði en sameiginleg af- greiðslustöð ein, gætu skipt máli um hagsmuni vörubif- reiðaeigenda, enda þótt afgreiðsluréttindi á stöð félags- ins hlytu ávallt að vera mikilvægur þáttur félagsréttind- anna. Þar sem samþykktum Þróttar var svo háttað, sem greint var og hámarksákvæði laga nr. 23/1953 voru al- gert frávik frá hinni víðtæku reglu 2. gr. laga nr. 80/1938 um rétt manna til inngöngu í stéttarfélög, þótti framan- greint hámarksákvæði laga nr. 23 frá 1953 ekki fela í sér heimild fyrir Þrótt til þess að synja S um inngöngu í félagið, enda þótt hann fengi ekki að svo stöddu notið afgreiðsluréttinda. Dómur 31/5 ’54. Kjarasamningar. ÁriS 1952 var hafizt handa um byggingu Áburðarverk- smiðjunnar í Gufunesi. Verkamenn þeir, sem að því unnu, voru allflestir félagsmenn í verkamannafélaginu Dagsbrún í Reykjavík. 1 nóvember 1953 var byggingunni það langt komið, að farið var að reyna framleiðslugetu verksmiðj- 163

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.