Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Side 40

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Side 40
Iðja ekki með honum hafa gengið á samningsskuldbincl- ingar sínar gagnvavt Fél. ísl iðnrekenda (F.I.I.). Þá var ekki heldur talið, að Áburðarverksmiðjan hefði með inngöngu sinni einni í Félag ísl. iðnrekenda fallið undir ákvæði kjarasamnings þess, er gerður var við Iðju 31. marz 1954, skömmu áður en Áburðarverksmiðjan gekk í F.I.I. Sagt var þó, að almennt gilti sú regla, að ný iðnfyrirtæki, sem gengju í F.I.I., féllu án sérstakra samninga undir ákvæði þess kjarasamnings, er í gildi væri á iiverjum tíma. En um Áburðarverksmiðjuna stóð svo sérstaklega á, að enginn félagsmaður úr Iðju starf- aði í þjónustu verksmiðjunnar. Það var og upp komið, að bæði fyrirsvarsmaður F.I.I. og fyrirsvarsmaður Áburðar- verksmiðjunnar vissu um áðurnefnt desembersamkomulag Iðju og Dagsbrúnar varðandi ófaglærða starfsmenn Áburðarverksmiðjunnar, löngu áður en Iðja og F.I.I. end- urnýjuðu kjarasamning sinn 31. maí 1954 og höfðu fylgzt með því, að Iðja tók ekki, eftir að desembersamkomulagið var gert, þátt í samningaumleitunum þeim, sem síðar fóru fram milli Dagsbrúnar og Áburðarverksmiðjunnar um kaup og kjör ófaglærðra starfsmanna. Hafði og ekkert það gerzt í málum þessum, sem gæti gefið F.l.I. og Áburð- arverksmið.junni ástæðu til þess að ætla, að nokkur breyt- ing hefði orðið á því, hvaða aðili færi með hagsmunagæzlu nefndra starfsmanna, sem allir voru félagsmenn í Dags- brún. Var því ekki talið, að F.l.I. eða Áburðarverksmiðj- an liefðu mátt gera ráð fyrir því, að ákvæði oftnefnds k.jarasamnings gætu náð til Áburðarverksmiðjunnar, þótt hún gerðist félagi í F.l.I. Dómur 16/10 ’54. H. G. 166

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.