Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Page 47

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Page 47
Var þeim talið skylt að greiða hæfilega þóknun til G, fyrir lögfræðilega aðstoð, sérstaklega með hliðsjón af að einn hluti bótakröfunnar voru þjáningabætur. (Dómur B.Þ.R. 1/4 1953.) STJÖRNARFARSRÉTTUR. V tsvarsslcylda. — H eiviilisfesti. Maður nokkur að nafni J. hafði um skeið verið búsettur á S—firði, en fluttist til R. í júnímánuði 1947. 1 sama mánuði stofnaði hann fyrirtæki í R. og rak það framvegis. Ekki tilkynnti hann manntalsskrifstofunni um flutning sinn og fjölskylda hans bjó á S—firði þar til í júní 1948, enda hafði hann þar húsnæði á leigu. Á árinu 1948 var J. gert að greiða útsvar til S—fjarðar og var þar meðal ann- ars lagt á hagnaðarhluta hans í nefndu fyrirtæki. J. mótmælti aðallega útsvarsskyldu sinni á S—firði, en til vara mótmælti hann heimild til að leggja útsvar til S—fjarðar á hagnaðarhlut hans af nefndu fyrirtæki. Talið var sannað, að J. hafði verið heimilisfastur á S—firði árið 1947 og því heimilt að leggja á hann útsvar þar árið 1948 samkv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 66 frá 1945. Þá var talið heimilt að leggja útsvar á nefndan hagnaðar- hlut hans af fyrirtæki því, er hann rak í R., samkv. a-lið 8. gr. laga nr. 66 frá 1945, þar sem hann rak ekki atvinnu annars staðar en í R. eftir að hann stofnaði fyrirtæki þetta. (Dómur B.Þ.R. 1/4 1953.) Otsvarsskylcla. — Heimilisföst atvinnustofnun. Á árinu 1949 keypti hlutafélag eitt söltunarstöð á S— firði og rak þar síldarsöltun um skeið. Er fram liðu stundir var það fyrirkomulag haft, að hlutafélagið leigði þremur mönnum söltunarstöðina, og létu þeir salta þar síld. Þetta félag sitt kölluðu þeir S. Ekki var félag þetta skrásett, og 173

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.