Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Page 49

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Page 49
31. maí 1950. Löggjafinn geti ekki tekið þessa eign af S. nema með lögnámi, en það komi ekki hér til. Talið var, að það væri almenn regla íslenzks réttar, að löggjafinn hafi heimild til að setja almennar reglur um skatta, þótt þeim fylgi nokkur röskun á tekjustofnun ein- stakra sveitarfélaga. Ákvæði laga nr. 53 frá 1950, um að reglum þeirra laga skyldi beitt um útsvör, sem á væri lögð á árinu 1950, voru því talin gild og R. sýknaður af kröfum S. Dómur B.Þ.R. 30/10 1953). REFSIRETTUR. Meinyrði 'um látinn mann. — Sönnun ummæla. Á árinu 1948 kom út hér í bænum æfisaga Á. skrásett eftir frásögn hans af Þ. I bók þessari voru ýmis ummæli um M., sem látinn var fyrir mörgum ái’um. Börn M. töldu ýmis ummælanna um M. ósönn og meiðandi og móðgandi fyrir minningu hans. Stefndu þau Þ. og kröfðust þess, að ummælin væru ómerkt. Þ. krafðist sýknu á þeim grundvelli, að rit þetta væri sögurit, þar sem Á. lýsti æfi sinni og samtíðarmönnum sínum eins og þeir hefðu komið honum fyrir sjónir. Á þetta var ekki fallizt, þar sem það var ekki talið skipta máli, þótt hér væri um rit sögulegs eðlis að ræða. Þá var það ekki talið firra Þ.ábyrgð, þótt hann hefði skráð frásagnir rétt eftir Á. Ymis ummæli voru talin ósönnuð og móðgandi fyrir minningu M., og voru þau ómerkt. I nokkrum ummælanna var rætt um refsiverða verknaði, er M. hefði framið og verið refsað fyrir. Að því leyti, sem sönnur voru leiddar að þessu framferði M. voru þau ummæli, sem um það fjölluðu ekki ómerkt. (Dómur B.Þ.R. 23/1 1953). 175

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.