Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Side 62

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Side 62
Því verður hér á eftir lauslega drepið á þau lög, sem má tel.ja sérstaklega mikilvæg á sviði lögfræði í þrengri merkingu. 1. Auglýsing um fullgildingu Evrópuráðssamnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis nr. 11. 9/2. Samningurinn. er nánast staðfesting aðildarríkjanna á hinum gömlu mannréttindayfirlýsingum, sem sigldu í kjölfar byltinganna í lok 18 aldar, sbr. og mannréttinda- kafla íslenzku stjórnarskrárinnar og annarra líkra stjórn- skipunariaga. Ég geri ráð fyrir, að öll þau réttindi, sem yfirlýsingin tryggir mönnum, séu að lögum tryggð hér á landi. Um ýmislegt eru þó skýrari ákvæði en sett lög okkar hafa að geyma og ýmsum mun sjálfsagt finnast, að á vanti ákvæði, t. d. varðandi framfærslu, atvinnurétt- indi o. s. frv. Þrátt fyrir það, sem á kann að vanta, ber að fagna því, að eins víðtæk samtök og hér um ræðir eru sammála um viðurkenningu þeirra réttinda, sem samningurinn fjall- ar um. 2. A. Auglýsing um milliríkjasamning milli íslands, Dan- merkur, Noregs og Svíþjóðar um flutning milli sjúkra- samlaga og um sjúkrahjálp vegna dvalar um síundar- sakir nr. 14 10/2. B. Auglýsing um milliríkjasamning milli Islands, Dan- merkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um gagnkvæmi varðandi greiðslur vegna skertrar starfshæfni nr. 15 10/2. C. Auglýsing um milliríkjasamning milli Islands, Dan- merkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um gagnkvæma veitingu mæðrahjálpar nr. 16 10/2. Spurningar, sem þessir samningar fjalla um, eru oft lagðar fyrir málflutningsmenn og því vert að hafa þá í huga. 3. Lög um vátryggingarsamninga nr. 20 8/3 eru meðal þeirra laga, sem starfandi lögfræðingar og ekki sízt mál- flutningsmenn þyrftu að kynna sér. Að sinni verða þau ekki gerð að nánara umtalsefni, en ég geri ráð fyrir, að í þessu riti verði nánar að þeim vikið síðar. Frh. 188

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.