Tímarit lögfræðinga - 01.04.1956, Page 4
sérstöku fébótaábyrgð lögmanna á störfum þeirra. Hins-
vegar verður hér ekki rætt um hina almennu fébótaábyrgð,
sem á lögmönnum hvílir eins og öðrum mönnum. Þá verður
hér undanfellt að ræða um ábyrgð lögmanna á því fé, sem
þeim kann að vera falið til vörzlu eða umsýslu af umbjóð-
endum sínum. Á það má drepa, að vitanlega bera lög-
menn Inisbóndaábyrgð á verkum starfsmanna sinna, bæði
almenns skrifstofufólks og löglærðra fulltrúa, sbr. t d.
Hrd. XI bls. 378 og Hrd. XIX bls. 375.
Samkvæmt álcvæðum laga nr. 61 frá 1942 eru lögmenn
opinberir sýslunarmenn og njóta því réttar og bera skyld-
ur á nokkurn annan og ríkari hátt, en þeir, sem eigi hafa
slíka sýslu á hendi. Er því eðlilegt, að fébótaábyrgð þeirra
sé, að því er starf þeirra varðar, allrík.
I. I 182. gr. laga nr. 85 frá 1936 um meðferð einkamála
í héraði segir svo: „Nú gerir umboðsmaður aðilja sig
sekan í ávirðingum þeim, sem í 3. eða 4. tölulið 177. gr.
segir, og má þá dæma hann út af fyrir sig eða með umbjóð-
anda sínum, til að greiða kostnað þann, er þær hafa valdið
gagnaðilja, enda hafi sá, er siíka kröfu gerir gert viðkom-
andi viðvart um hana í tíma, svo að hann megi vörnum
við koma ef hann vill“. Þá segir í 177. gr., að sá, er tapar
máli í öllu verulegu skuli greiða gagnaðilja sínum máls-
kostnað og ennfremur skuli hann greiða málskostnað
hvernig sem málið fari í fjórum tilgreindum flokkum til-
vika. I 3. tl. segir svo: ,,Ef hann hefur dregið mál mun
lengur en þörf er á, haft uppi vísvitandi rangar kröfur
eða borið fram vísvitandi rangar skýrslur um málsatvik."
Þá segir í 4. tl. ,,Ef hann hefir gert ráðstafanir, eða látið
fara fram dómsathöfn, sem sýnilega var þarflaus eða þýð-
ingarlaus, þá getur gagnaðili krafizt af honum greiðslu
þess kostnaðar, sem hann hefir haft af slíkri ráðstöfun
eða dómsathöfn."
Með þessum ákvæðum er lögð fébótaábjrrgð á lögmenn
gagnvart gagnaðilja. Af ákvæðum 3. og 4. tl. 177. gr. er
ljóst, að fébótaábyrgð þessi er ekki mjög rík, þar sem hún
66