Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1956, Side 32

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1956, Side 32
Einar B. Guðmundsson hrl., Vilmundur Jónsson, land- læknir og Jón Ásbjörnsson hæstaréttardómari lásu upp hver um sig skriflega greinargerð fyrir afstöðu sinni til afgreiðslu málsins og Vilhjálmur Jónsson hrl., las upp sameiginlega greinargerð sína og Sigtryggs Klemenzsonar. Samþylckt var að greinargerðir þessar skyldu færðar inn í gjörðabók landskjörstjórnar eftir að atkvæðagreiðsla um málið hefði farið fram. Bar oddviti landskjörstjórnar þá upp sameiginlega til- lögu Einars B. Guðmundssonar og Vilmundar Jónssonar um að báðir flokkarnir, Alþýðuflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn, skyklu hafa livor sinn landslista við alþingis- kosningarnar 24. júní n. k. með þeim áskilnaði að atkvæða- tölur beggja flokkanna yrðu samanlagðar við úthlutun upp- bótarþingsæta og þeim úthlutað uppbótarþingsætum í einu lagi samkv. því. Tillagan var felld með 3 atkvæðum gegn 2. Einar B. Guðmundsson og Vilmundur Jónsson greiddu tillögunni atkvæði með skírskotum til greinargerða sinna. Á móti til- lögunni greiddu atkvæði Jón Ásbjörnsson og vísaði til greinargerðar og Sigtiyggur' Klemenzson og Vilhjálmur Jónsson og vísuðu þeir til sameiginlegrar greinargerðar. Bar oddviti þá upp sameiginlega tillögu Sigtryggs Klemenzsonar og Vilhjálms Jónssonar um að Alþýðu- flokkurinn og Framsóknarflokkurinn skuli hafa hvor um sig landslista og þeir merktir samkvæmt 39. gr. kosninga- laga og landslistum þessum úthlutað uppbótarþingsætum, ef til kemur hvorum um sig samkv. 126. gr. kosningalaga. Tillagan var samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2. Sigtryggur Klemenzson og Vilhjálmur Jónsson greiddu tillögunni atkvæði með vísan til greinargerðar, Jón Ás- björnsson greiddi tillögunni atkvæði með vísan til grein- argerðar sinnar, svo og með áskilnaði um tillögu, er hann mun bera fram um lista Alþýðuflokksins í Reykjavík og lista Framsóknarflokksins í Árnessýslu. 94

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.