Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1957, Page 3

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1957, Page 3
TIMARIT LOGFRÆÐINGA 2. hefti 1957. Gísli Sveinsson, fyrrv. sendiherra: Laganám íslendinga í Danmörku og upphaf lögfræðikennslu á íslandi i. Islendingar hafa frá upphafi vega haft harla mikinn áhuga á lögum og lagasetningum, þótt eigi liafi þeir þótt að sama skapi löghlýðnir allajafna, og á hvort tveggja rót sína í sögu þeirra og eðli. Á móts við aðrar suðlæg- ari þjóðir koma norrænir menn tiitölulega seint fram á sjónarsviðið sem siðaður lýður og vita menn þó eigi gerla um þeirra far í fýrndinni, nema eftir óljósum sögn- um og minjum, en þá eru menningarþjóðir ýmsar húnar að lifa sitt glaðasta og hafa að baki árhundruð og árþús- undir við mikla menntan og merkileg lög. Að vísu er nokkurs konar villimennska öllum þjóðflokkum í lúóð borin, reyndar bæði fyrr og siðar, og á norðurhjara heims, sem þó varð byggilegur, hafa menn þurft mjög að „lialda á sér hita“ með hörkubrögðum, sem varð hreinn ribbaldaháttur, er svo bar undir, og rak þá brátl nauður til að skalcka leikinn, ef vært átli að vera í sam- búð og samskiptum, og setja reglur — lög -—, sem varð að halda í heiðri vegna hagsmuna alls samfélagsins. Og það mætti nærri þvi segja, með dálitilli tilbrevtingu Timarit lögfrœðinga 49

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.