Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Síða 9
rannsóknir Lombroso, að liin nýju rannsóknarviðhoi f
og aðferðir posítíva skólans mörkuðu tímamót í af-
brotafræði, svo og í öðrum greinum félagsvísinda.
Stefnan setti um langan aldur mark sitt á allar rann-
sóknir í afbrotafræði og gerir að vissu leyti enn. Þá
höfðu liin nýju viðhorf djúptæk áhrif á framvindu
refsiréttar. Fram að þessum tíma liafði afbrotið verið
meginviðfangsefni refsiréttar og afbrotafræði. Pósitívi
skólinn dregur afbrotamanninn fram á sjónarsviðið
sem einstakling og tekur að grannskoða hann í ljósi
náttúruvísindalegra aðferða. Afbrotamaðurinn verður
rannsóknarandlag í stað afhrotsins áður. Lög og laga-
framkvæmd hverfa í skuggann, og tengsl manna við
lagaboð og bönn verða algjört aukaatriði. Stefnubreyl-
ing þessi hafði að mörgu leyti heillavænleg áhrif á þró-
un refsiréttar á síðari hluta 19. aldar. Vakin var nú
athygli á einstaklingseinkennum og sérþörfum hvers
afbrotamanns og bent á nauðsyn þess að taka hæfilegt
tillit til þeirra, ef árangur ætti að nást í þeirri viðleitni
að bæta hina hrotlegu og laga þá að umhverfi sínu og
þörfum þjóðfélagsins. Tekin voru ujip mildari og sveigj-
anlegri refsiákvæði og betur mannsæmandi refsifram-
kvæmd. En þá eru ekki síður mikilvæg ýmis ný úr-
ræði, sem skipað liafa sér sess við hlið refsingar, en
eru nánast í eðli sínu uppeldis- og læknisráðstafanir,
svo sem unglingaverndarúrræði, ráðstafanir gagnvart
drykkjusjúkum, skilorðsbundin frestun ákæru, skilorðs-
hundnir dómar, reynslulausn o. fl'. Öryggissjónarmið
hafa að nokkru komið í stað hins rótgróna samræm-
ingarsjónarmiðs milli afhrots og viðurlaga. Þess gætir
nú talsvert, að það sé hættan, sem til frambúðar stafar
af brotamanni, sem eigi að vera leiðarljós um viður-
lög gegn honum. Nefna má öryggisgæzlu og aðrar ör-
yggisráðstafanir, afkynjun, svo og ótimahundnar refs-
ingar, sem sums staðar tíðkast.
Pósítívi skólinn réðst hatrammlega á ýmis grnnd-
Tímarit lögfræðinga
71