Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Side 40

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Side 40
skilin að i náinni framtíð; en tók undir hugmynd Jóns Finnssonar um að gera hreytingar þar að lútandi í áföngum. Benedikt Sigurjónsson, hrl. sagði of djúpt tekið í ár- inni hjá M. Thoroddsen varðandi liúsnœðismál og launa- kjör. Ifann sagði aðstöðu lögmanna erfiða vegna skipu- lagsleysis lijá dómaraembættum og nefndi dæmi um það. Hann vék að úreltum hókunaraðferðum og áleit, að venjuleg hraðritun, Iiraðritunarvélar og hein vélrit- un á vitnaleiðslum jafn óðum væri það, sem koma skyldi. Hann vakti atliygli á, að lögmenn sætta yfir- gnæfandi meirihluta þeirra mála, sem þeir fá í hendur án nokkurs atheina sáttanefnda eða dómstóla. Siðan tók til máls Björn Bjarman, lögfræðingur og ræddi einkum um kjaramál og nýfallinn kjaradóm. Þá talaði Jón Magnússon, hdl. um seinagang í einka- málum. Tók hann undir ummæli Ben. Sigurjónssonar, hrl. og Magnúsar Thoroddsen, dómarafulltrúa um hrýna nauðsyn á að taka upp vélrænt kerfi við vitnaleiðslu. Næstur tók til máls Þórður Björnsson, yfirsakadóm- ari og fjallaði sérstaklega um réttarfar í opinberum málum og aðhúnað sakadómaraembættisins í Rvík, en hann væri nú mjög góður. Þórður kvað vélræna upp- töku í réttarhöldum nauðsynlega. Ræddi síðan um ýmis raunliæf atriði úr réttarframkvæmd í sakamálum. Hann livatti til að Lögfræðingafélag ísl. efndi til sér- stakra funda um ýmsa þætti í máli því, sem hér væri til umræðu. Þór Vilhjálmsson, borgardómari sagði, að seint myndi ganga að hæta slcipulag hjá dómstólum. Þór sagði siðan m. a.: Aðeins tvennt dugir til að flýta fyrir niálum, i fyrsta Iagi að fjölga dómurum og slarfsliði dómstóla og í öðru lagi að stytta dómana sjálfa. Dr. juris Gunnlaugur Þórðarson ræddi um sáttanefnd- ir, byggingamál dómhúsa o. fl. Fundinn sóttu um 90 manns og er það líklegast fjöl- 102 Tímarit lögfræcíiru/a

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.