Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Page 44

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Page 44
Formaður minntist tveggja látinna félagsmanna, Hin- riks Jónssonar sýsiumanns og Þórhalls Pálssonar borg- arfógeta. Þá flutti Hjálmar Vilhjálmsson ráðuneytisstjóri fróð- legt erindi um sýslumannsembætliu fyrr og nú og vék í lok erindis síns að þvi, bvort ekki væri kominn timi til þess, að gera brevtingar á skipan sýslumannsemb- ættanna. Formaðurinn, Hákon Guðmundsson, þakkaði ráðu- neytisstjóranum fyrir bið ágæta erindi hans, og hóf því næst umræður um það, bvort ástæða væri til breytinga á skipan dómstóla hér á landi, og fórusl lionum svo orð: „Það fer ekki hjá því, erindi Hjálmars Vilhjálmsson- ar leiði fram í hugann mörg umbugsunarverð atriði og minni á orð annars fvrrv. sýslumanns, Einars Bene- diktssonar: Að fortíð skal hyggja ef frumlegt skal byggja. Er það vissulega þess vert í því efni, sem bér ræðir um, að kanna fortíðina í þann mund, er umræður eru vaktar um það, bvort leggja skuli inn á nýjar brautir um skipulag og verkefni emljætta sýslumanna og bæjar- fógeta, sem eiga sér þá löngu þjóðlifsrót, sem ræðumað- ur lýsti. Fyrsta spurningin í þeim umræðum er væntanlega sú, hvort ástæða sé til breytinga. I því efni stöndum við andspænis þeirri staðreynd, að við lifum nú á öld stórfelldra umbrota og brevt- inga á öllum sviðum þjóðlífsins að kalla. íslenzkt þjóð- félag er óðfluga að breytast úr fábrotnu bændaþjóðfé- lagi í kaupstaðaþjóð með margbreyttum viðskiptahátt- um og fjölþættri framleiðslu. Breyttar og bættar sam- göngur hafa rofið einangrun einstakra liéraða og skap- að möguleika til stærri félagsheilda, jafnframt því sem kröfur um nýja lifnaðarhætti krefjast annars og nýs skipulags, ef unnt á að vera að fullnægja þeim. 10(5 Timarit lögfrædinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.