Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Síða 54
og var oft á hiörkuin að fundartíminn entist til þeirra.
Á næsta ári á síðan að halda almennt mót í Finnlandi.
Starfsemi embættismannasambandsins milli binna al-
mennu móta er ekki mikil. Það hefur mjög takmörkuð
fjárráð. Tekjur þess eru víðast árgjald frá félagsmönn-
um, sem mjög er stillt i bóf, og styrkir frá rikisstjórn-
um viðkomandi landa, beinir eða óbeinir, einkum þeg-
ar almenn mót eru haldin. Árlega eru þó veittir smá-
vægilegir námsstyrkir til stuttrar dvalar i landinu. Mik-
ilvægasta starfsemin er útgáfa tímaritsins Nordisk Ad-
ministrativt Tidskrift, sem nú kemur út jafnaðarlega
í 4 heftum árlega. Að nafninu til eru ritstjórar þess einn
maður frá hverju þátttökuríkjanna í sambandinu, en
aðalritstjórnin er í höndum J. Garde, skrifstofustjóra
í innanríkisráðuneytinu í Kaupmannaliöfn. Tímaritið er
í góðu áliti meðal fræðimanna, að því er talið er. í það
bafa skrifað margir helztu sérfræðingar í stjórnarfars-
rétti á Norðurlöndum og margir reyndir embættismenn
og má fullyrða að mikið er á því að græða fvrir þá, sem
áhuga bafa fyrir stjórnarfarsrétti og stjórnarráðsfram-
kvæmdum. Enn fremur flvtur það upplýsingar um
belztu nýjungar í löggjöf Norðurlanda og í fram-
kvæmdastjórn, útdrátt úr belztu dómum, sem þau mái
varða, tilkjmningar um ný rit um þessi efni, einnig ul-
an Norðurlandanna og ritdóma.
Þá er í ritinu getið veitinga á helztu embættum i
framkvæmdastjórnum landanna og breytinga, sem á
þeim verða.
Einar Bjarnason.
116
Tímarit lögfræðinga