Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Síða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Síða 23
gegn misnotkun á meðferð upplýsinga í tölvum. VI. kafli frumvarps- ins fjallar um heimild skráðra aðila til að fá vitneskju um upplýsingar, sem skráðar hafa verið um þá sjálfa. Meginreglan er, að menn eigi rétt á þessu, enda má heita, að slíkt séu almenn mannréttindi. Þó gildir sérregla um aðgang að upplýsingum í sjúkragögnum, en þær upplýsingar þurfa að fara um hendur lækna, þar sem ekki þykir tækt, að menn fái að vita hvaðeina sem skráð er í sjúkraálum t. d. að viðkomandi sé haldinn banvænum sjúkdómi. Þá er einnig gerður fyrir- vari um upplýsingar, þar sem ótvíræðir almenningshagsmunir eða aðrir veigamiklir einkahagsmunir geta valdið því að ekki þyki fært að veita aðila upplýsingar, m. a. vegna einkahagsmuna beiðanda sjálfs. í greinargerð með frumvarpinu kemur fram, að sérstök þörf þyki á ákvæðum um aðgang málsaðila, þar sem enn njóti ekki við almennr- ar löggjafar um aðgang almennings að opinberum gögnum hjá stjórn- völdum. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir, að almenningur fái ekki að- gang að skrám, sem eingöngu er stofnað til í þágu tölfræðilegra upp- lýsinga, og einnig má undanþiggja fleiri skrár frá aðgangi málsaðila, eins og t. d. skrár hjá lögregluyfirvöldum vegna rannsóknar brota. Svonefndri tölvunefnd er ætlað að vera úrlausnaraðili um ágreinings- efni, sem kunna að rísa, og einnig er ráðgert, að þeir úrskui'ðir verði fullnaðarúrskurðir. 4. Lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. I 5. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er kveðið svo á, að umsækjendur um lausa stöðu, svo og viðurkennd félög opinberra starfsmanna, skuli eiga kost á að fá vitneskju um það, hverjir sótt hafa. 5. Lög um stofnun og slit hjúskapar. Með lögum nr. 60/1972 um stofnun og slit hjúskapar var fyrir- hugað, að hjúskaparmál yrðu rekin í ríkari mæli en áður fyrir dóm- stólum, eins og tíðkast hjá hinum Norðurlandaþjóðunum samkvæmt hinum samnorrænu lögum, en sú hefur reyndin ekki orðið. Lögskiln- aðarleyfi eru nú sem fyrr veitt í dómsmálaráðuneytinu. 7. kafli hjú- skaparlaganna fjallar einungis um réttarfarsreglur í hjúskaparmál- um fyrir dómstólum, og fáar reglur er að finna um meðferð í hjú- skaparmálum hjá dómsmálaráðuneytinu. Ráðuneytið hefur því sjálft mótað reglur, sem málsmeðferðin byggist á. I reynd er aðgangur að- ila að skjölum máls viðurkenndur á sama hátt og fyrir dómstólum, 145

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.