Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Blaðsíða 23
gegn misnotkun á meðferð upplýsinga í tölvum. VI. kafli frumvarps- ins fjallar um heimild skráðra aðila til að fá vitneskju um upplýsingar, sem skráðar hafa verið um þá sjálfa. Meginreglan er, að menn eigi rétt á þessu, enda má heita, að slíkt séu almenn mannréttindi. Þó gildir sérregla um aðgang að upplýsingum í sjúkragögnum, en þær upplýsingar þurfa að fara um hendur lækna, þar sem ekki þykir tækt, að menn fái að vita hvaðeina sem skráð er í sjúkraálum t. d. að viðkomandi sé haldinn banvænum sjúkdómi. Þá er einnig gerður fyrir- vari um upplýsingar, þar sem ótvíræðir almenningshagsmunir eða aðrir veigamiklir einkahagsmunir geta valdið því að ekki þyki fært að veita aðila upplýsingar, m. a. vegna einkahagsmuna beiðanda sjálfs. í greinargerð með frumvarpinu kemur fram, að sérstök þörf þyki á ákvæðum um aðgang málsaðila, þar sem enn njóti ekki við almennr- ar löggjafar um aðgang almennings að opinberum gögnum hjá stjórn- völdum. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir, að almenningur fái ekki að- gang að skrám, sem eingöngu er stofnað til í þágu tölfræðilegra upp- lýsinga, og einnig má undanþiggja fleiri skrár frá aðgangi málsaðila, eins og t. d. skrár hjá lögregluyfirvöldum vegna rannsóknar brota. Svonefndri tölvunefnd er ætlað að vera úrlausnaraðili um ágreinings- efni, sem kunna að rísa, og einnig er ráðgert, að þeir úrskui'ðir verði fullnaðarúrskurðir. 4. Lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. I 5. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er kveðið svo á, að umsækjendur um lausa stöðu, svo og viðurkennd félög opinberra starfsmanna, skuli eiga kost á að fá vitneskju um það, hverjir sótt hafa. 5. Lög um stofnun og slit hjúskapar. Með lögum nr. 60/1972 um stofnun og slit hjúskapar var fyrir- hugað, að hjúskaparmál yrðu rekin í ríkari mæli en áður fyrir dóm- stólum, eins og tíðkast hjá hinum Norðurlandaþjóðunum samkvæmt hinum samnorrænu lögum, en sú hefur reyndin ekki orðið. Lögskiln- aðarleyfi eru nú sem fyrr veitt í dómsmálaráðuneytinu. 7. kafli hjú- skaparlaganna fjallar einungis um réttarfarsreglur í hjúskaparmál- um fyrir dómstólum, og fáar reglur er að finna um meðferð í hjú- skaparmálum hjá dómsmálaráðuneytinu. Ráðuneytið hefur því sjálft mótað reglur, sem málsmeðferðin byggist á. I reynd er aðgangur að- ila að skjölum máls viðurkenndur á sama hátt og fyrir dómstólum, 145
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.