Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Síða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Síða 38
Hér má einnig benda á, að stundum má líta á vanrækslu á að veita aðilum kost á að tjá sig sem brot á rannsóknarskyldu stjórnvalds, og getur það þá verið sjálfstæð ógildingarástæða. c) Niðurstaða. Samkvæmt öllu því sem hér hefur verið rakið, er niðurstaða mín sú, að andmælareglan verði ekki talin almenn réttarrégla í íslenskum stjórnarfarsrétti án beinnar lagaheimildar, nema á tilteknum tveim sviðum, þ. e. þegar stjórnvald er úrskurðaraðili og þegar mikilvægir fjárhágslegir hagsmunir aðila eru verulega skertir með stjórnvalds- ákvörðun. En þar sem andmælareglan felur í sér mikilvægt réttar- öryggisatriði, verður að telja rétt de lege ferenda, að henni verði beitt, þar sem því verður við komið, enda gangi það ekki augljóslega í ber- högg við aðrar meginreglur stjórnarfarsréttarins, svo sem regluna um skilvirkni stj órnsýslunnar. 29. norræna lögfræðingamótið verður haldið í Stokkhólmi 19.—21. ágúst 1981. Skráning þátttakenda fer fram eftir áramót. Ráðgert er, að umræðu- efni verði 13 þ. á m. þessi: Frelsi, réttaröryggi og skilvirk stjórn samfélags- ins; mótmælaaðgerðir; réttindi sjúklinga; réttarstaða útlendinga; ábyrgð á vinnuaðstöðu; eignir hjóna og sambýlisfólks; ábyrgð stjórnarmanna; þrætu- mál daglega lífsins, — meðferð hjá dómstólum eða nefndum. 160

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.