Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Blaðsíða 8
strax, vegna tekjutjóns í framtíðinni. Lengi vel var talið að almennir sparisjóðs- vextir segðu til um, hver þessi ávöxtun ætti að vera. Það var auðvitað aldrei alveg rétt, en þessi ónákvæmni gerði ekki mjög mikið til, þegar verðbólgan var lítil og vextirnir þess vegna lágir. En svo óx verðbólgan og vextirnir voru hækk- aðir. Fyrst í stað fylgdu vaxtaforsendur örorkumata vaxtaákvörðunum. Fljót- lega urðu niðurstöðurnar áberandi rangar, enda fjarstæðukennt að unnt væri að raunávaxta peninga um tugi prósentustiga á ári. Þá var allt í einu stoppað. Þegar það gerðist voru almennir sparisjóðsvextir 13%. Síðan hefur verið við þá miðað. Ekki vegna þess, að neinn telji unnt að ávaxta peninga á islandi um 13% á ári, heldur af einhverjum öðrum ástæðum. Væntanlega er þó nú að verða breyting hér á sbr. dóm Hæstaréttar frá 23. júní 1983. Og þriðja dæmið er það viðhorf margra islenzkra lögfræðinga, að ekki sé lagagrundvöllur til að dæma skuldara peningakröfu, sem vanefnir ólöglega greiðsluskyldu sína, til að greiða kröfuhafa skaðabætur vegna verðrýrnunar kröfufjárhæðarinnar á tímum þegar dráttarvextir ná ekki verðbólgustigi. Ljóst er auðvitað, að ekkert verðrýrnunartjón myndi verða, ef ekki væri verðbólga, og skuldarinn yrði að greiða alla skuldina. Auðvitað liggur beint við, að það eigi hann einnig að gera, þó gjaldmiðillinn hafi rýrnað í verði vegna verðbólgu. Nið- urstaðan af því, að dæma aðeins of lága dráttarvexti er sú, að sá brotlegi, skuldarinn, auðgast á kostnað þess sem hann braut rétt á, kröfuhafans. í öllum þeim tilvikum, sem ég hefi nefnt hér að framan er fullur lagagrund- völlur til að ná fram skynsamlegri niðurstöðum, heldur en gert hefur verið fram að þessu, og ekki standa sett lög því í vegi. Og svo er það yfirleitt sem betur fer, að lögfræðin hefur yfir réttarheimildum að ráða, sem tryggja að dómsúrlausnir verði rökréttar og í samræmi við réttarvitund manna. Málið snýst aðeins um að beita þeim. Þann 4. júní s.l. héldu Dómarafélag islands og Lögmannafélag islands mál- þing undir yfirskriftinni „Verðbólgan og lögin“. Á málþingi þessu fóru fram gagnlegar umræður um nokkur af þeim vandamálum sem verðbólgan veldur. Er þess að vænta að á þeim umræðum verði framhald. Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.